Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   fös 31. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Verðandi og ríkjandi meistarar mætast
Mynd: EPA
Mynd: EPA

28. umferð ítalska deildartímabilsins hefst skömmu eftir hádegi á morgun þegar botnlið Cremonese tekur á móti Atalanta, sem er í harðri baráttu um Evrópusæti.


Að þeirri viðureign lokinni hefst spennandi slagur í Mílanó, þar sem Inter tekur á móti Fiorentina, sem hefur tekið miklum framförum undanfarnar vikur og er með fjóra sigra í röð í Serie A.

Juventus, sem hefur verið á góðri siglingu og væri í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar ef ekki fyrir 15 refsistig, tekur á móti fallbaráttuliði Verona í lokaleik kvöldsins.

Þá eru fimm leikir á dagskrá á sunnudaginn, sem lýkur á stærsta leik helgarinnar í ítalska boltanum. Þar eiga verðandi Ítalíumeistarar Napoli heimaleik við ríkjandi Ítalíumeistara AC Milan.

Lazio heimsækir þá Monza og Roma tekur á móti fallbaráttuliði Sampdoria áður en mánudag ber að garði.

Síðustu leikir umferðarinnar fara fram á mánudagskvöldið.

Laugardagur:
13:00 Cremonese - Atalanta
16:00 Inter - Fiorentina
18:45 Juventus - Verona

Sunnudagur:
10:30 Bologna - Udinese
13:00 Spezia - Salernitana
13:00 Monza - Lazio
16:00 Roma - Sampdoria
18:45 Napoli - Milan

Mánudagur:
16:30 Empoli - Lecce
18:45 Sassuolo - Torino


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner