Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. mars 2024 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola hrósar Arsenal - „Frábærir í því sem þeir gera“
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
William Saliba var frábær í vörninni
William Saliba var frábær í vörninni
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru á toppnum
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru á toppnum
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sættir sig við stigið sem liðið fékk gegn Arsenal á Etihad í dag.

Það var ekki beint boðið upp á flugeldasýningu í stórleik dagsins en leikurinn einkenndist svolítið af skipulögðum varnarleik og þá sást vel að leikmenn voru hræddir við að gera mistök.

Guardiola hrósaði frammistöðu Arsenal eftir leikinn.

„Við tökum stigið. Við reyndum en sköpuðum ekki mikið og þeir gerðu það ekki heldur. Þeir voru þéttir varnarlega og við náðum ekki að ná boltanum með hápressu því þeir voru alltaf mættir í fyrstu og annarri snertingu. Þeir sýndu mikil gæði og voru mjög líkamlegir.“

„Þeir fengu eitt eða tvö færi í umbreytingunni þegar við töpuðum einum eða tveimur boltum, en já það var mjótt á mununum. Við vorum eins við vorum, vantaði aðeins upp á þegar við vorum á síðasta þriðjungi vallarins en þetta er ekki auðvelt. Framherjarnir hlaupa til baka með Rodri, þeir voru góðir í fyrirgjöfunum, líkamlega og þegar það kom að ákefðinni.“

„Já. Síðasti leikur liðanna á Emirates var svipaður. Við renydum að skapa aðeins meira en það er ekki auðvelt. Þeir eru með góða leikmenn til að verjast, eins og þeir gerðu, en það var líka hápressan. Þeir eru frábærir í því sem þeir gera.“

„Þegar við náðum að brjóta þá niður með vængmönnunum eða með Haaland og komum inn á við þá voru Jorginho og Rice mættir. Það voru ekki stór svæði og þetta er ástæðan fyrir að liðið var á toppnum, en núna er Liverpool þar. Þeir spiluðu samt mjög vel á síðasta tímabili.“

„Þeir pressa alltaf hátt uppi og þegar maður nær að keyra á þá fara þeir í lágvörn. Þegar þú ert mættur á síðasta þriðjunginn þá er aðalmarkmiðið að fá ekki á sig mark og því fleiri leikmenn sem koma inn í teiginn því erfiðara er það fyrir andstæðinginn. Mér fannst þeir gera það frábærlega,“
sagði Guardiola.

Nathan Aké fór meiddur af velli eftir tæpan hálftíma en hann fer nú á meiðslalistann með John Stones og Kyle Walker.

„Það er erfitt en svona er þetta. Hann spilaði tvo leiki með landsliði sínu og stundum gerist þetta.

„Það er eins og það er. John verður vonandi betri bráðlega en Kyle verður aðeins lengur frá. Það verður lengra með Nathan. Rico spilaði frábærlega í dag.“

Liverpool er á toppnum eftir þessa umferð þegar níu leikir eru eftir en Man City er þremur stigum á eftir í þriðja sætinu.

„Þeir eru í fyrsta sæti. Liverpool er á toppnum og þannig er það bara en það eru enn níu leikir eftir þannig sjáum til hvað mun gerast,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner