Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 31. júlí 2020 09:28
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig gerir samning við FCK út næsta tímabil (Staðfest)
Ragnar vann sér inn nýjan samning hjá FCK.
Ragnar vann sér inn nýjan samning hjá FCK.
Mynd: Getty Images
Landsliðsvarnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður áfram hjá FC Kaupmannahöfn á næsta tímabili. Hann hefur gert nýjan samning til sumarsins.

Ragnar kom aftur til FCK í janúar og gerði þá skammtímasamning en félagið ákvað að bjóða honum lengri dvöl.

„Ragnar hefur mikla löngun til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það í hversu miklum metum félagið er hjá honum," segir Stale Solbakken, stjóri FCK.

„Hann er reynslumikill og ófyrirleitinn varnarmaður með mikla sigurþörf. Þá hefur hann einnig það stóra markmið að spila með Íslandi á EM næsta sumar svo hungrið er svo sannarlega til staðar."

FCK er með mikla breidd í miðvarðastöðunum og Ragnar segir við heimasíðu félagsins að Kaupmannahöfn sé orðin sín heimaborg.

„Ég elska að spila fyrir félagið og stuðningsmennina. Það var markmið mitt að vinna mér inn nýjan samning svo ég er mjög ánægður," segir Ragnar.
Athugasemdir
banner
banner