Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. júlí 2022 12:58
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn fékk öryggisfylgd úr Kórnum - Hegðun þjálfara Gróttu skoðuð af aganefnd
Lengjudeildin
Chris Brazell missti stjórn á skapi sínu.
Chris Brazell missti stjórn á skapi sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Chris Brazell, þjálfari Gróttu, er væntanlega á leið í leikbann en aganefnd KSÍ mun á þriðjudag skoða hegðun hans í og eftir leik gegn HK í Lengjudeildinni í liðinni viku. Leikurinn fór fram í Kórnum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net beið Brazell fyrir utan klefana í klukkustund eftir leik og vildi ná tali af Erlendi Eiríkssyni, dómara leiksins.

Framkoma hans í garð starfsfólks HK var ekki til fyrirmyndar samkvæmt heimildarmanni Fótbolta.net. Þegar fólk var að búa sig undir að loka Kórnum var Brazell vísað út úr húsinu en þá beið hann fyrir utan. Erlendur fékk á endanum fylgd gæslufólks út úr húsinu.

HK vann umræddan leik 2-1 en mikill hiti var í þjálfarateymi Gróttu meðan á leik stóð. Brazell fékk sjálfur gult spjald í leiknum og aðstoðarþjálfarinn Halldór Kristján Baldursson og Ástráður Leó Birgisson liðsstjóri fengu báðir rautt spjald.

Heimildarmaður Fótbolta.net lýsir hegðun starfsliðs Gróttu sem hömlulausri meðan á leik stóð og hitinn hélt áfram eftir leikinn.

Sérstaklega var mikil reiði hjá Gróttumönnum þegar þeir vildu fá dæmda aukaspyrnu í aðdraganda sigurmarks leiksins. Halldór aðstoðarþjálfara fékk þá rauða spjaldið frá Erlendi, sem er reyndasti dómari landsins.

Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr fundi aganefndar á þriðjudaginn en henni hefur borist skýrsla bæði frá dómurum leiksins og frá HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner