Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 31. ágúst 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ágúst Orri byrjar í unglingaliðinu - „Stoltur að vera hluti af Genoa fjölskyldunni“
Ágúst í leik með U19 landsliðinu.
Ágúst í leik með U19 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ágúst Orri Þorsteinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við ítalska félagið Genoa sem kaupir hann frá Breiðabliki.

Í ítölskum fjölmiðlum er sagt að Ágúst Orri hafi vakið athygli með frammistöðu sinni á EM U19 í sumar.

Ágúst er átján ára vængmaður, fæddur árið 2005, sem hefur fengið hlutverk í liði Breiðabliks í sumar.

Hjá Genoa hittir Ágúst fyrir Albert Guðmundsson sem hefur verið orðaður við Napoli síðustu daga. Ágúst mun hinsvegar byrja í Primavera liði Genoa, unglingaliði félagsins.

Á Instagram síðu sinni segist Ágúst vera stoltur af því að vera orðinn hluti af Genoa fjölskyldunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner