Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 22. maí 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Hilmars spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Guðmundur Hilmarsson (til vinstri).
Guðmundur Hilmarsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruce nær að bjarga Hull samkvæmt spá Guðmundar.
Bruce nær að bjarga Hull samkvæmt spá Guðmundar.
Mynd: Getty Images
Adolf Ingi Erlingsson fékk einungis tvo rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, spáir í leikina í lokaumferðinni sem fer fram klukkan 14:00 á sunnudag.

Samkvæmt spá Guðmundar mun Newcastle falla!



Arsenal 2 - 0 WBA
Skytturnar hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn með þægilegum sigri þar sem WBA leikmennirnir eru ekki komnir niður á jörðina eftir stórsigurinn gegn meisturunum.

Aston Villa 1 - 1 Burnley
Bæði liðin pressulaus. Villa búið að bjarga sér en Burnley kveður deildina. Benteke skorar hugsanlega í sínum síðasta leik fyrir Villa.

Chelsea 3 - 0 Sunderland
Meistararnir kveðja tímabilið á góðu nótunum og hlaða í góðan sigur fyrir partýið á Brúnni. Sunderland menn eru hólpnir og mæta hálf timbraðir til leiks eftir jafnteflið gegn Arsenal í vikunni.

Crystal Palace 2 - 2 Swansea
Tvö lið sem geta farið mjög sátt í sumarfrí. Bjóða upp á opin og skemmtilegan leik þar sem okkar maður mun koma talsvert við sögu. Hann skorar og skellir í enn eina stoðsendinguna.

Everton 2 - 1 Tottenham
Hálfgert vonbrigðartímabil hjá báðum liðum. Hungrið verður meira hjá Everton og bláliðar enda tímabilið á góðu nótunum þar sem Lukako verður í stuði.

Hull 2 - 1 Manchester United
Gamli fyrirliðinn, Steve Bruce, þarf á hjálp að halda til að eiga möguleika á að hanga uppi. Hann fær þá hjálp frá flötu liði United og Hullarar fagna sigri og bíða svo spenntir eftir úrslitunum hjá Newcastle.

Leicester 3 - 1 QPR
Leicester er í banastuði þessar vikurnar og ekkert lát verður á því í þessum leik. Hinn nýbakaði landsliðsmaður Jamie Vardy hrellir slaka varnarmenn QPR.

Manchester City 2 - 0 Southampton
Gæti orðið opinn og skemmtilegur leikur en City endar mótið með sjötta sigrinum í röð þar sem Sergio Agüero skorar tvö mörk. Dýrlingarnir kláruðu markakvótann með mörkunum sex um síðustu helgi.

Newcastle 1 - 1 West Ham
Newcastle hefur spilað 10 leiki í röð án sigurs í deildinni og engin breyting verður á. Það er skrifað í skýin að liðið falli. Jafnteflið dugar ekki þar sem Hull vinnur Manchester United.

Stoke 1 - 0 Liverpool
Britannia hefur oftar en ekki reynst Liverpool erfiður völlur að sækja og það breytist ekki. Harðjaxlanir í Stoke hafa betur og strá enn frekara salti í sár Liverpool-liðsins. Ætli Charile Adam skori ekki sitt sjöunda mark og það gegn sínum gömlu félögum.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Kjartan Guðjónsson (7 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Arnar Björnsson (6 réttir)
Böðvar Böðvarsson (6 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Eggert Gunnþór Jónsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Kristján Flóki Finnbogason (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner