Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 24. apríl 2015 13:15
Elvar Geir Magnússon
Benedikt Bóas spáir í leiki helgarinnar
Benedikt Bóas og Baldur Sigurðsson.
Benedikt Bóas og Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Benedikt hefur það gott með hundinum sínum.
Benedikt hefur það gott með hundinum sínum.
Mynd: Birtingur
Í golfi á góðærisárunum.
Í golfi á góðærisárunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Benni í stórleik með fjölmiðlaliði DV.
Benni í stórleik með fjölmiðlaliði DV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spámaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum bakvörður Vals. Benni er stuðningsmaður Newcastle en vonast samt eftir tapi sinna manna um helgina.

Southampton 1 - 1 Tottenham (á morgun 11:45)
Þetta er nokkuð forvitnilegur slagur. Grunar að Southampton skori snemma og verjist. Haldi forustunni til 83 mínútu, þá bregst stíflann og Eric Lamela, sem spilar í stuttermatreyju en er samt með vettlinga, skorar jöfnunarmarkið. 1-1 (Staðfest)

Burnley 2 - 0 Leicester (á morgun 14)
Bíddu. Leyfðu mér að hugsa. Hverjum er ekki sama! Ég vonast samt eftir sigri Burnley – bara þannig ég geti heyrt hressandi viðtal við þjálfara þeirra. Hann er með flottustu knattspyrnustjórarödd í heimi.

Newcastle 1 - 3 Swansea (á morgun 14)
Sem stuðningsmaður Newcastle óska ég eftir tapi þannig hægt sé að losa okkur við John Carver. Hann er ekki alveg með´etta. Flottur aðstoðarþjálfari en er ekki með touch-ið í að vera aðlmaðurinn. Gylfi býr til eitt og skorar úr sjúkri aukaspyrnu.

Crystal Palace 1 - 0 Hull (á morgun 14)
Mér sýnist að Hull sé hætt. Tvö stig í síðustu sex er ekki nógu gott. Jelavic verður ekki með og þá eru þeir ekki nógu góðir. Zaha sýnir að það er enn töfrar í skónum og býr til eitthvað fallegt mark sem Jason Puncheon skorar.

QPR 4 - 0 West Ham (á morgun 14)
Ég vona að QPR vinni. Aðallega til að losna við Big Sam. West Ham á betra skilið. WEst Ham vill nefnilega spila alvöru fótbolta, ekki hengja boltann upp í loftið og vona það besta. Sem betur fer er kominn aukinn pressa að West Ham losi sig við Stóra Sam vegna fluttninga á Ólympíuvöllinn þannig ég ætla að vona að pressan aukist enn frekar eftir stórt tap á laugardag.

West Brom - Liverpool (á morgun 14)
Tony Pulis kann að vinna liðin í kringum sig en ekki þau stóru. Liverpool er of gott fyrir WBA. Auðvelt. Nema Lovren verði í vörninni. Þá tapa þeir.

1-3 ef Lovren er ekki með. 1-0 ef Lovren verður með. Hann mun gera mistökin sem býr til mark WBA.

Stoke - Sunderland (á morgun 14)
Stoke á heimavelli. Þarna verður eitthvað um ofbeldi og ég held að leiksins verði minnst fyrir tæklingar, rauð spjöld og ódæmdar vítaspyrnur. Úrslitin munu ekki skipta máli heldur tækling Cattermole á Charlie Adam sem hleypir öllu í bál og brand.

Man City 4 - 0 Aston Villa (á morgun 16:30)
City hlýtur að taka þennan leik. Neita að trúa öðru. Aguero setur þrennu. Auðveldur 4-0 sigur. Cleverly getur ekki átt tvo góða leiki í röð.

Everton 0 - 1 Man Utd (sunnudag 12:30)
Með 16 milljón punda hægri bakvörð í Antonio Valencia, sem hlýtur að vera einn dýrasti bakvörður sögunnar og án ellismellsins Robin Van Persie þá er Utd bara allt í lagi lið. Það er ekki skemmtilegt að horfa á þetta lið en þeir eru betri í fótbolta en Everton. Það skiptir máli. Þeir vinna 0-1.

Arsenal 0 - 1 Chelsea (sunnudag 15:00)
Chelsea vinnur 0-1. Bara af því að þeir gera það alltaf. Spila illa, Arsenal á eftir að vaða í hálffærum en lendir á múr. Já og svo er markvörður Chelsea pínu góður í því að verja það sem kemur á markið. En þetta verður nokkuð klassískur 0-1 sigur Chelsea – því miður.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Kjartan Guðjónsson (7 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Eggert Gunnþór Jónsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Kristján Flóki Finnbogason (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner