Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mið 04. mars 2015 09:45
Magnús Már Einarsson
Bogi Ágústsson spáir í leiki vikunnar á Englandi
Bogi Ágústsson.
Bogi Ágústsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bogi styður Tottenham.
Bogi styður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ingólfur Þórarinsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi.

Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni. Bogi er harður Tottenham maður og vonar að sínir menn nái sigri gegn Swansea í kvöld.

Hér má sjá spá Boga fyrir leiki umferðarinnar.

Aston Villa 0 - 1 WBA (19:45 í gærkvöld) - RANGT
Það er að duga eða drepast fyrir nýjan stjóra Aston Villa. Þeir haf ekki skorað í háa herrans tíð og geta ekki neitt. Ég held að þeir tapi.

Hull 2 - 1 Sunderland (19:45 í gærkvöld) - RANGT
Sunderland mun ekki lifa þetta keppnistímabil af. Gus Poyet verður að gera eitthvað verulega mikið ef þeir ætla að forðast fall.

Southampton 2 - 0 Crystal Palace (19:45 í gærkvöld) - RÉTT
Crystal Palace hefur verið á miklu flugi og unnu flottan útisigur um helgina á West Ham. Ég held að þeir vinni ekki í kvöld.

Manchester City 4 - 0 Leicester (19:45 í kvöld)
City hefur verið að hiksta að undanförnu en ég held að þeir séu miklu betri lið Leicester.

Newcastle 2 - 2 Manchester United (19:45 í kvöld)
Ég held að Newcastle nái stigi þarna og ég held að Manchester United nái ekki Meistaradeilarsæti.

QPR 0 - 2 Arsenal (19:45 í kvöld)
Því miður vinnur Arsenal. Þeir eru einfaldlega betri.

Stoke 1 - 1 Everton (19:45 í kvöld)
Everton eru ekki búnir að vera í mjög góðu formi og þurfa að hysja upp um sig brækurnar. Þeir geta það alveg, þeir eru með gott lið.

Tottenham 1 - 0 Swansea (19:45 í kvöld)
Tottenham hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum en ég held að þeir hrökkvi gang núna. Þeir spiluðu ágætlega á móti Chelsea um helgina og voru betra liðið en náðu ekki að skora.

West Ham 1 - 3 Chelsea (19:45 í kvöld)
Chelsea vinnur, ekki spurning. Mér sýnist allt benda til þess að Chelsea verði meistarar. Það eru rússnesku mafíu peningarnir.

Liverpool 4 - 1 Burnley (20:00 í kvöld)
Burnley er alveg merkt til að fara niður.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner