Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. febrúar 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Þórarinn Ingi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mario Balotelli skorar þrennu samkvæmt spá Tóta.
Mario Balotelli skorar þrennu samkvæmt spá Tóta.
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson var með fína uppskeru þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk sex rétta.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann verður sjálfur í eldlínunni í Lengjubikarnum á morgun gegn sínum gömlu félögum í ÍBV.



Chelsea - Burnley (15:00 á morgun)
Þetta er solid sigur hjá Chelsea. Burnley á ekki séns. Hazard skorar tvö og Drogba eitt.

Crystal Palace 1 - 2 Arsenal (15:00 á morgun)
Arsenal hefur verið að spila ágætlega að undanförnu og ef sjálfstraustið er í lagi þá er þeim allir vegir færir.

Aston Villa 0 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Þetta verður leiðinlegt. Þetta eru ekki skemmtileg lið en Stoke eru þó líklegri til að gera eitthvað.

Hull 0 - 1 QPR (15:00 á morgun)
QPR vinnur og Rio Ferdinand mun Twitta mikið um sigurinn.

Sunderland 2 - 0 WBA (15:00 á morgun)
John O'Shea með bæði mörkin.

Swansea 1 - 1 Manchester United (15:00 á morgun)
Gylfi skorar jöfnunarmarkið fyrir Swansea úr aukaspyrnu á 87. mínútu.

Manchester City 2 - 1 Newcastle (17:30 á morgun)
Mig langar að segja jafntefli en City vinnur þennan leik. Vincent Kompany og Yaya Toure skora.

Tottenham 0 - 0 West Ham (12:00 á morgun)
Þetta verður steindautt jafntefli.

Everton 2 - 0 Leicester (14:05 á sunnudag)
Leicester er búið að skíta upp á bak og ég held að Everton vinni þetta. Romelu Lukaku skorar bæði.

Southampton 0 - 5 Liverpool (16:15 á sunnudag)
Ég spái liðinu sem er í besta forminu í deildinni um þessar mundir sigri. Mario Balotelli skorar þrennu. Jordan Henderson fær að skora úr einu víti og Coutinho skorar eitt mark.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner