Henry Birgir Gunnarsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi.
Heil umferð fer fram í úrvalsdeildinni í dag og á morgun en Matthías Vilhjálmsson leikmaður Start sér um spána að þessu sinni.
Heil umferð fer fram í úrvalsdeildinni í dag og á morgun en Matthías Vilhjálmsson leikmaður Start sér um spána að þessu sinni.
Arsenal 3 - 0 Leicester (19:45 í kvöld)
Arsenal rúllar yfir Leicester í þessum leik því gæðin eru bara ekki til staðar hjá Leicester!
Hull 1 - 1 Aston Villa (19:45 í kvöld)
Tvö mjög óspennandi lið sem eru ekki vön að vera með flugeldasýningu. Ég spái því að Alan Hutton nái í sterkt stig fyrir Aston Villa og þá ætti eldheitur stuðningsmaður þeirra í Stavanger, Björn Daníel að vera sáttur.
Sunderland 1 - 0 QPR (19:45 í kvöld)
Yfirleitt ekki markaleikir þegar Sunderland spilar og ég ætla að skella mér á Defoe vagninn og segja að hann klári þetta.
Liverpool 2 - 1 Tottenham (20:00 á morgun)
Algjör must-win leikur fyrir Liverpool ef þeir ætla að ná meistaradeildarasæti. Lið sem Pochettino þjálfar eru alltaf í góðu formi svo þetta verður erfiður leikur. Coutinho og Moreno klára þetta eftir að Spurs komast yfir.
Chelsea 2 - 0 Everton (19:45 á morgun)
Er nokkuð hræddur um að Chelsea vinni deildina næstu 3-5 árin. Ungt lið og Mourinho er winner!
Manchester United 2 -0 Burnley (19:45 á morgun)
Öruggur sigur fyrir rauðu djöflana! Van Persie með bæði.
Southampton 2 - 1 West Ham (19:45 á morgun)
Þetta eru tvö lið sem gætu blandað sér hressilega í Evrópu baráttu. Koeman hefur gert frábæra hluti og þeir halda áfram að koma á óvart.
Stoke 0 - 1 Man City (19:45 á morgun)
City verður að vinna þennan leik annars fer að styttast all verulega í liðin fyrir neðan. Aguero klárar þetta.
Crystal Palace 2 - 0 Newcastle (20:00 á morgun)
Palace vinnur 2-0 í tilfinningarríkum leik fyrir Pardew. Stemmarinn á vellinum skilar sigri.
WBA 3 - 1 Swansea (20:00 á morgun)
Swansea eru annað hvort frábærir eða ömurlegir. Því miður fyrir þá, þá verða þeir slakir í þessum leik.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir