Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 08. maí 2015 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Enski boltinn
Böddi löpp spáir í leiki helgarinnar
Böddi löpp spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum.
Böddi löpp spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böddi spáir því að Gylfi leggi upp tvö mörk.
Böddi spáir því að Gylfi leggi upp tvö mörk.
Mynd: Getty Images
Arnar Björnsson var með sex rétta þegar hann tippaði á enska boltann fyrir viku.

Vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson spáir í leikina að þessu sinni.



Everton 1 - 1 Sunderland
Everton hefur verið að rétta úr kútnum undanfarið eftir vægast sagt herfilega byrjun á tímabilinu. Minn maður Dick mætir með sína menn til Liverpool borgar og krækir í mikilvægt stig í fallbaráttunni 1-1 þar sem hinn barngóði Adam Johnson laumar einu inn.

Aston Villa 1 - 0 West Ham
Aston Villa hendir í karaktersigur með marki úr vítaspyrnu frá Benteke. Myndi líklega ekki horfa á þennan leik til þess að bjarga lífi mínu né annara.

Hull City 0 - 2 Burnley (laugardag 11:45)
Þetta er einn hross leiðinlegur leikur. 0-2 sigur Burnley.

Leicester 3 - 1 Southampton (laugardag 14)
Það er ekkert að fara stoppa mann okkar allra Nigel Peerson. 3-1 sigur blámanna. Eitthvað fýkur þó í okkar mann eftir leik þar sem hann stelur ís frá barni og kallar gamla konu geit.

Newcastle 0 - 0 WBA (laugardag 14)
Besti þjálfari Evrópu vinur minn John Carver nær stórmeistara jafntefli á heimavelli. Kemur svo í viðtöl og segir þetta bestu úrslit í sögu Newcastle.

Stoke City 3 - 4 Tottenham (laugardag 14)
Tottenham ber sigur úr býtum eftir markaleik 4-3, hef í rauninni ekkert meira að segja um það.

Crystal Palace 1 - 2 Manchester United (laugardag 16:30)
Palace menn eru erfiðir heim að sækja, United menn ná sér samt í 3 stig sem tryggja þeim nánast fjórða sætið. Falcao skorar ekki og Di maria mun einungis þrisvar hitta á samherja í leiknum.

Manchester City 3 - 0 QPR (sunnudag 12:30)
City vinnur þennan leik 3-0. Hræið Joey Barton verður sér að sjálfsögðu til skammar, Mangala mun spila 10 mismunandi stöður í leiknum, en það verður alfarið hans ákvörðun.

Chelsea 4 - 0 Liverpool (sunnudag 15)
Mínir menn í Chelsea valta yfir þetta skán af liði sem Liverpool er. Nýkomnir úr 4 daga fríi eftir að hafa siglt titlinum heim mæta þeir endurnærðir og taka þetta 4-0.

Arsenal 5 - 2 Swansea (mánudag 19)
Arsenal er að fara vinna þennan leik nokkuð auðveldlega þar sem þeir skora tvívegis snemma í leiknum. Gylfi leggur upp tvö í 5-2 sigri Arsenal.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Kjartan Guðjónsson (7 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Arnar Björnsson (6 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Eggert Gunnþór Jónsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Kristján Flóki Finnbogason (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner