Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 13. mars 2015 12:00
Fótbolti.net
Þorgerður Katrín spáir í leiki helgarinnar
Þorgerður Katrín heldur með Liverpool.
Þorgerður Katrín heldur með Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Falcao mun vakna um helgina samkvæmt spá Þorgerðar.
Falcao mun vakna um helgina samkvæmt spá Þorgerðar.
Mynd: Getty Images
Bogi Ágústsson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í dómarasætinu í Ísland Got Talent þessa dagana og hún settist einnig í dómarasætið fyrir leiki helgarinnar á Englandi.



Crystal Palace 3 - 1 QPR (12:45 á morgun)
Bolasie mun eiga góðan leik. Hann skorar og leggur upp mark.

Arsenal 2 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
West Ham hefur verið í lélegu standi á meðan Arsenal er með dúndrandi sjálfstraust eftir sigurinn á United á Old Trafford.

Leicester 1 - 0 Hull (15:00 á morgun)
Leicester nær að kreista fram kærkominn sigur í tíðindalitlum leik.

Sunderland 2 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Jermain Defoe og Connor Wickham skora fyrir Sunderland en Benteke hendir í eitt fyrir Villa.

WBA 1 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Þetta verður leiðinlegur leikur en lokamínúturnar verða dramatískar. Crouch skorar með skalla.

Burnley 0 - 4 Manchester City (17:30 á morgun)
Burnley verða yfirspilaðir. Sergio Aguero verður með tvö mörk.

Chelsea 2 - 0 Southampton (13:30 á sunnudag)
Þetta verður erfitt hjá Chelsea. Mourinho verður með alls konar krúsídúllur og væl fyrir og eftir leik.

Everton 3 - 1 Newcastle (16:00 á sunnudag)
Roberto Martinez er nóg boðið eftir sex leiki án sigurs. Everton ætlar að hækka sig í töflunni.

Manchester United 3 - 2 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Til að maður haldi lífi heima við ætla ég að spá Manchester United sigri. Van Gaal brýtur odd af oflæti sínu og lætur Falcao spila. Hann sýnir að hann er markaskorari af Guðs náð og skorar tvö.

Swansea 1 - 2 Liverpool (20:00 á mánudag)
Gylfi skorar fyrir Swansea eins og síðast en við vinnum 2-1 á útivelli.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner