Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 10. apríl 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Kjartan Guðjónsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Kjartan Guðjónsson.
Kjartan Guðjónsson.
Mynd: Úr einkasafni
Kjartan spáir sínum mönnum í Arsenal sigri.
Kjartan spáir sínum mönnum í Arsenal sigri.
Mynd: EPA
Liverpool vinnur Newcastle samkvæmt spánni hjá Kjartani.
Liverpool vinnur Newcastle samkvæmt spánni hjá Kjartani.
Mynd: Getty Images
Kristján Flóki Finnbogason var með þrjá rétta þegar hann spáði í spilin fyrir síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Leikarinn góðkunni Kjartan Guðjónsson spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.



Swansea 1 - 1 Everton (11:45 á morgun)
Bæði lið eru í stuði þessa daganna, Gylfi verður með stoðsendingu.

Southampton 2 - 0 Hull (14:00 á morgun)
Þetta er no brainer, dýrlingarnir eru með mun betra lið og á heimavelli.

Sunderland 0 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Ernirnir eru nýbúnir að vinna City og eru með bullandi sjálfstraust.

Tottenham 3 - 1 Aston Villa (14:00 á morgun)
Tottenham mun aldrei ná Meistaradeildarsæti. Hvorki í ár, né þau næstu. Vinna þó þennan leik.

WBA 2 - 1 Leicester (14:00 á morgun)
Leicester mun líklega ekki vera í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

West Ham 1 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Því er spáð að Allerdyce verði látinn fara frá West Ham í vor.

Burnley 0 - 2 Arsenal (16:30 á morgun)
Burnley eru með eitt vinnusamasta liðið í deildinni og voru Tottenham heppnir að merja jafntefli gegn þeim um daginn. En Arsenal eru einfaldlega of stór biti fyrir Burnley.

QPR 0 - 2 Chelsea (12:30 á sunnudag)
Chelsea verður meistari í vor.

Manchester United 1 - 1 Manchester City (15:00 á sunnudag)
Ég held að andlaust lið City muni loks sýna hvers vegna þeir eru ríkjandi meistarar.

Liverpool 2 - 0 Newcastle (19:00 á mánudag)
Þarna eigast við tvö miðlungslið, en Newcastle er liðið sem allir vilja mæta núna vegna slaks gengis þeirra undanfarið.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Kristján Flóki Finnbogason (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner