Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 27. febrúar 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Ingó spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Ingólfur Þórarinsson.
Ingólfur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Petr Cech verður hetja Chelsea samkvæmt spá Ingó.
Petr Cech verður hetja Chelsea samkvæmt spá Ingó.
Mynd: Getty Images
Skrtel skorar samkvæmt spánni.
Skrtel skorar samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi.

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson fær að spreyta sig í spánni að þessu sinni. Átta leikir eru í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna og því tippar Ingó líka á úrslitaleik enska deildabikarsins og á einn leik í Championship deildinni.

Úrslitaleikur enska deildabikarsins

Chelsea 1 - 1 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Fabregas setur eitt og Harry Kane skorar fyrir Tottenham. Chelsea vinnur svo í vító. Það er skrifað í skýin að Petr Cech siglir þessu heim.

Enska úrvalsdeildin

West Ham 1 - 0 Crystal Palace (12:45 á morgun)
Þetta er gamla góða harkið. West Ham vinnur í bragðdaufum leik.

Burnley 2 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Swansea mæta ofpeppaðir til leiks og halda að þeir séu að fara að taka auðvelda punkta. Þeir munu brenna sig á því og Burnley vinnur langþráðan sigur eftir að Swansea kemst yfir.

Manchester United 4 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
United vaknar almennilega þarna. Mata, Blind og Rooney skora auk þess sem eitt mark verður ljótt sjálfsmark eftir horn.

Newcastle 0 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Newcastle eru óútreiknanlegir og þeir munu tapa fyrir Villa á heimavelli.

Stoke 3 - 1 Hull (15:00 á morgun)
Crouch skorar með skalla og fagnar því að bæta met yfir skallamörk. Hull jafnar en Crouch skorar aftur áður en Stoke klárar þetta úr skyndisókn á 89. mínútu.

WBA 2 - 2 Southampton (15:00 á morgun)
Þetta verður óvænt jafntefli. Southampton verður betri en WBA kemst á furðulegan hátt tvívegis yfir í leiknum.

Liverpool 2 - 2 Manchester City (12:05 á sunnudag)
Þetta verður skemmtilegur leikur. Aguero kemur City yfir en Skrtel jafnar á 39. mínútu. Stemningin verður með Liverpool og þeir skora annað á 44. mínútu. Þeir ætla að verjast í seinni hálfleik sem hentar þeim ekki alveg svo þeir fá mark í andlitið á 65. mínútu. Það verða mikil læti í lokin en þetta endar 2-2.

Arsenal 3 - 0 Everton (14:05 á sunnudag)
Arsenal spilar góðan leik eftir skituna í Meistaradeildinni. Olivier Giroud skorar eitt mark óvænt og fagnar eins og að hann hafi átt stórleik en hann á samt ekkert stórleik.

Championship deildin

Charlton 2 - 1 Huddersfield (15:00 á morgun)
Charlton lendir undir eftir fast leikatriði. Jóhann Berg brunar síðan upp kantinn og gefur fyrir en boltinn fer í varnarmann og inn. Hann fagnar eins og hann hafi skorað en það er allt saman hálf vandræðalegt. Seinni hálfleikur er bragðdaufur en á 78. mínútu fær Jóhann boltann, feikar til hægri og skýtur með vinstri og aftur fer boltinn af varnarmanni og inn.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner