Það er Kristján Flóki Finnbogason sem spáir í umferð helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Fótbolta.net.
Kristján Flóki var mikið í umræðunni í síðasta mánuði, spilaði sinn fyrsta U21 árs landsleik og var þrætuefli FH og Breiðabliks um hvort félagið hreppti hann frá FCK í Danmörku. Hann valdi á endanum FH.
Jóhannes Karl Guðjónsson spáði síðast og fékk 6 rétta.
Arsenal 3-2 Liverpool (11:45 á morgun)
Oliver Giroud maður leiksins setur þrennu. Eitt í fyrri hálfleik og tvö í seinni. Gríðarlega fjörugur leikur og menn eiga eftir að tala um það í leikslok að þetta hafi verið leikur tímabilsins.
Everton 1-1 Southampton (14:00 á morgun)
Steindauður leikur. Tvö leiðinleg lið að spila og það verður lítið um færi. Everton nær að punga út einu marki í fyrri hálfleik en Southampton tekur yfirhöndina í seinni hálfleik og ronald Koeman á eftir að segja í viðtali eftir leik að þetta hafi verið tvö töpuð stig.
Leicester 0-3 West Ham (14:00 á morgun)
West Ham eru búnir að vera spútnik lið deildarinnar í ár og það er ekki að fara að breytast um helgina. Big Sam veit alveg hvað hann syngur.
Man Utd 2-0 Aston Villa (14:00 á morgun)
Öruggur sigur Manchester United. Þetta verður leiðinlegur leikur fyrir áhorfendur. Manchester United með 75% ball possession. Angel Di Maria leggur upp annað markið, Falcao skorar fyrra markið.
Swansea 2-0 Hull (14:00 á morgun)
Shelvey, kóngurinn í Wales skorar og leggur upp. Gylfi verður frábær á miðjunni og býr til fimm dauðafæri fyrir Gomis, en Gomis er ennþá að koma sér fyrir í Swansea liðinu og finnst hann ekki nógu góður til að fylla skarð Wilfried Bony. Gomis fær yfir 10 færi í þessum leik en á ekki eftir að nýta þau. Jimmy Bullard verður á leiknum og á eftir að koma í mynd allavega einu sinni í leiknum. Leikurinn verður spilaður í hellidembu.
WBA 1-1 QPR (14:00 á morgun)
Ekki mikið um að vera. Charlie Austin skilar sínu og verður óheppinn að skora ekki fleiri en eitt. Annars verður boltinn mikið í loftinu og óþægilegt að fylgjast með.
Chelsea 1-0 Stoke (16:30 á morgun)
Enn einn leiðinlegi leikurinn sem verður spilaður um þessa helgi. Chelsea skorar snemma í leiknum og eftir það verður lítið um færi. Chelsea verður mikið með boltann en Stoke á eftir að sækja mikið undir lokin, og fá horn á 90. mínútu. Allir fara inn í teiginn en Chelsea nær að hreinsa og dómarinn flautar leikinn af.
Burnley 2-5 Tottenham (12:30 á sunnudaginn)
Það vita allir hver er að fara aðs skora fyrstu fjögur mörkin fyrir Tottenham. Staðan eftir 70 mínútur verður 4-0 og þá fara Burnley menn að spýta í lófana og Danny Ings skorara á 73. mínútu og svo aftur sex mínútum síðar. Á 87. mínútu klárar Soldado leikinn fyrir Lundúnarliðið.
Sunderland 1-3 Newcastle (15:00 á sunnudaginn)
Það hlaut að koma að því! Loksins alv0öru leikur og það verður allt vitlaust strax í fyrri hálfleik. Ég hvet alla landsmenn til að stilla inn á þessa veislu. Remy Cabella, Papiss Cisse og Moussa Sissoko með mörkin fyrir Newcastle en Adam Johnson næra að setja eitt fyrir Sunderland og heldur smá spennu í leiknum. Remy Cabella maður leiksins.
Crystal Palace 1-4 Man City (19:00 á mánudaginn)
Auðveldur leikur fyrir risana í Manchester. Umdeild atvik á samt eftir að eiga sér stað í stöðunni 0-0 þar sem heimamenn skora rosalegt mark en það verður dæmt af vegna umdeildrar rangstöðu, og menn tala um að línuvörðurinn hafi ekki verið í línu, og jafnvel með hugann við annað en leikinn. Dzeko setur tvö og er kosinn maður leiksins.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir