Benedikt Bóas Hinriksson var með þrjá rétta þegar hann tippaði á enska boltann fyrir viku.
Íþróttafréttamaðurinn reyndi Arnar Björnsson spáir í leikina að þessu sinni.
Íþróttafréttamaðurinn reyndi Arnar Björnsson spáir í leikina að þessu sinni.
Leicester 2 - 1 Newcastle (11:45 á morgun)
Ég hef mikla samúð með grjóthörðum stuðningsmönnum Newcastle. Því miður fyrir þá tapar liðið 8. leiknum í röð. Nigel Pearson er alveg með þetta enda nýbúinn að hrauna yfir blásaklausan blaðamann. Esteban Cambiasso skorar sigurmarkið.
Aston Villa 1 - 1 Everton (14:00 á morgun)
Everton vann fyrri leik liðanna 3-0 og miðað við spilamennsku strákanna úr bítlaborginni eru þeir líklegir til að hriða öll stigin. Falldraugurinn bankar í öxl Villa-manna og þeir ná að krækja í jafntefli.
Liverpool 3 - 0 QPR (14:00 á morgun)
Stuðningsmenn Liverpool tala bara um veðrið þessa dagana. Það verður fínt veður á Anfield um helgina og Púlarar fá andlega næringu á laugardaginn. Gott ef Balotelli skorar ekki. Hvað er annars að frétta af Jürgen Norbert Klopp?
Sunderland 0 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Þetta er nú meiri hörmungartíðin hjá Sunderland, aðeins búnir að vinna 5 leiki í vetur. Ég hef sterkar taugar til Southampton og Graziano Pelle. Hann sér til þess að Dick Advocaat verður eins og súrt slátur í leikslok.
Swansea City 2 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Er ekki einhver Gulfi Sigurdson í liði Swansea. Hann var frábær í síðasta leik og heldur uppteknum hætti. Swansea hefnir fyrir tapið í fyrri leiknum og Walesverjarnir vinna með Jefferson Montero og Gylfa sem bestu menn.
West Ham United 3 - 1 Burnley (14:00 á morgun)
Er ekki kominn tími á sigurleik hjá West Ham. Þekki alltof marga stuðningsmenn West Ham og spái þeim léttum sigri.
Manchester Utd. 3 - 0 WBA (16:30 á morgun)
Albionmenn pökkuðu í vörn gegn Liverpool um síðustu helgi og Toni Pulis beitir sömu brögum á Old Trafford. United skorar snemma og það bjargar leiknum. Þeir rauðklæddu tapa ekki þriðja leiknum í röð. Fellaini skorar.
Chelsea 2 - 0 Crystal Palace (12:30 á sunnudag)
Chelsea vinnur og tryggir sér titilinn. Þrátt fyrir að Alan Pardew hafi blásið lífi í Palace þá dugar það ekki til gegn ógnarsterkri vörn meistaraefnanna. Chelsea hefur unnið 13 og gert jafntefli í 16 leikjum á Brúnni í vetur og sú tölfræði versnar ekki á sunnudaginn.
Tottenham 1 - 3 Mancester City (15:00 á sunnudag)
Tottenham er eins og veðráttan á Íslandi. Geta verið flottir á góðum degi en eru oft ákaflega lítið spennandi. Sergio Agüero skoraði öll fjögur mörkin í fyrri leiknum og hann er líklegur til að skora eitt eða tvö.
Hull 1 - 1 Arsenal (19:00 á mánudag)
Eftir 8 sigra í röð náði Arsenal ekki þeim níunda um síðustu helgi. Þetta verður hörkuleikur og sigur Hull á Liverpool gæti gefið þeim aukakraft. Arsenal var stálheppið að krækja í stig í fyrri leiknum á Emirates í október þegar Danny Welbeck jafnaði í uppbótartíma í 2-2.
Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Kjartan Guðjónsson (7 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Eggert Gunnþór Jónsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Kristján Flóki Finnbogason (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir