Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fös 20. mars 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Karl spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Liverpool vinnur Manchester United samkvæmt spá Jóa Kalla.
Liverpool vinnur Manchester United samkvæmt spá Jóa Kalla.
Mynd: Getty Images
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk fimm rétta þegar hún spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir viku.

Jóhannes Karl Guðjónsson, miðjumaður Fylkis, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni með Aston Villa, Leicester og Burnley á sínum tíma.



Manchester City 3 - 0 WBA (12:45 á morgun)
Þetta verður frekar auðveldur sigur hjá Manchester City. Þeir hrökkva í gang eftir brösugt gengi að undanförnu.

Aston Villa 1 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Þetta verður mjög jafn og skemmtilegur leikur. Ég vona að Swansea vinni en ég held að þetta endi með jafntefli. Gylfi skorar fyrir Swansea.

Newcastle 2 - 3 Arsenal (15:00 á morgun)
Þetta verður markaleikur. Arsenal eru búnir að vera þokkalega sprækir upp á síðkastið og það eru yfirleitt nóg af mörkum í leikjum Newcastle.

Southampton 2 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Ég vildi óska þess að mínir fyrrum félagar í Burnley vinni en ég held að Southampton verði aðeins betri.

Stoke 2 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Crystal Palace hefur staðið sig vel að undanförnu en það er of erfitt fyrir þá að sækja stig á Britannia.

Tottenham 3 - 0 Leicester (15:00 á morgun)
Þetta verður auðdveldur sigur fyrir Tottenham.

West Ham 2 - 0 Sunderland (17:30 á laugardag
West Ham hefur verið að leka niður töfluna eftir góða byrjun en þeir vinna þennan leik.

Liverpool 2 - 1 Manchester United (13:30 á sunnudag)
Liverpool er að spila langskemmtilegasta fótboltann í deildinni. Þeir hafa verið að spila þræl vel á meðan United hefur ekki eins spilað vel.

Hull 0 - 1 Chelsea (16:00 á sunnudag)
Þetta verður leiðinlegur leikur að hætti Mourinho en Chelsea vinnur.

QPR 2 - 1 Everton (16:00 á sunnudag)
Ég held að það gæti orðið fjör í þessum leik.

Fyrri spámenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (8 réttir)
Gary Martin (8 réttir)
Jón Daði Böðvarsson (7 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (7 réttir)
Bogi Ágústsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Vilhjálmsson (6 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (6 réttir)
Ari Freyr Skúlason (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (5 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (5 réttir)
Auðunn Blöndal (4 réttir)
Árni Vilhjálmsson 4 réttir)
Ingólfur Þórarinsson 4 réttir)
Ólafur Karl Finsen (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (4 réttir)
Steindi Jr. (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (3 réttir)
Doddi litli (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Einar Örn Jónsson (3 réttir)
Hlynur Bæringsson (3 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner