Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur Ó. Steinarsson
Sigmundur er margverðlaunaður íþróttafréttamaður sem var yfir íþróttadeild Morgunblaðsins í mörg ár. Hefur einnig skrifað þekktar bækur um fótbolta hér heima og erlendis.
mið 01.jún 2011 14:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
„Ég bið að heilsa...! ÞAÐ er öllum knattspyrnuunnendum ljóst að kynslóðaskipti eru framundan hjá íslenska A-landsliðinu - að drengirnir í ungmennaliðinu, sem eiga framtíðina fyrir sér, eru byrjaðir að banka á dyrnar og á þeim mun landslið Íslands vera byggt á næstu árum. Fyrst í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu 2014. Meira »
mið 13.apr 2011 22:10 Sigmundur Ó. Steinarsson
Nýtt nafn á bikarinn Það var ljóst í kvöld hvaða fjögur lið eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og hvaða lið mætast - Real Madrid - Barcelona (27. apríl/3. maí) og Schalke - Manchester United (26. apríl/4. maí). Mér segir svo hugur að nýtt nafn verður skráð á Evrópubikarinn eftirsótta á Wembley laugardaginn 28. maí - nafn þýska liðsins Schalke 04 frá Gelsenkirchen í Ruhr-héraðinu. Meira »
þri 12.apr 2011 22:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Spánverjar ná ekki fótfestu á Englandi ÞAÐ hefur alltaf verið svo að knattspyrnumenn frá Spáni eiga erfitt með að aðlaga sig aðstæðum í öðrum löndum - þeir fá fljótlega heimþrá og vilja komst heim, þar sem gott er að vera á hótel mömmu og snæða heimatilbúna pælu. Þetta hefur alltaf verið vitað og þess vegna hafa Spánverjar aldrei náð að sýna stöðugleika og glæsilega framgöngu með liðum fyrir utan Spán. Meira »
mið 30.mar 2011 07:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
„Drengirnir okkar“ færa okkur sumarauka!        LEIKMENN íslenska ungmennalandsliðsins, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, glöddu hjarta Íslendinga með stórgóðum sigri á Englendingum í vináttuleik í Preston, 2:1. Íslendingar bíða nú spenntir eftir „sumaraukanum“ - að fylgjast með drengjunum í úrslitakeppni Evrópukeppni ungmennalandsliða, sem fer fram í Danmörku í júní. Meira »
þri 08.feb 2011 08:00 Sigmundur Ó. Steinarsson
Toppurinn að vera í teinóttu! ÞAÐ styttist óðfluga í að 100. Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist með leik Íslandsmeistara Breiðabliks og KR, sem fagnaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum 1912. Leikurinn fer fram á Kópavogsvellinum 1. maí. Það er vel við hæfi að fyrstu og síðustu meistarafélögin hefji orrustuna í vinsælustu íþróttagrein landsins. Eins og áður þá verða margir kallaðir, en aðeins einn útvalinn. Að leikslokum verður stemningin eins og hjá söngflokknum ABBA - The Winner Takes It All! Meira »