Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
fim 27.sep 2018 13:10
Lokaumferð á laugardag - Hvað getur gerst? Á laugardag verður flautað til leiksloka í Pepsi-deildinni þetta tímabilið. Kraftaverk þarf til að Valur vinni ekki titilinn og ljóst er hvaða lið falla en þó eru enn ýmsir punktar sem ég hlakka til að fylgjast með í lokaumferðinni.

Ég setti saman stuttan pistil um hvern leik í lokaumferðinni og hvet ykkur til að fylgjast með á Fótbolta.net og einnig í beinni útvarpslýsingu á X977 á laugardag! Meira »
mið 15.ágú 2018 14:18 Elvar Geir Magnússon
Þarf að gera betur í að vernda þá sem gefa leiknum gildi Dómgæslan á Íslandsmótinu í sumar hefur verið góð. Þegar á heildina er litið er eiginlega merkilegt hversu góð dómgæslan hefur verið miðað við þær miklu breytingar sem hafa verið á dómarahópnum á skömmum tíma.

Dómarahópurinn er of fámennur en fjórir aðaldómarar hafa verið að taka sitt fyrsta alvöru tímabil í Pepsi-deild karla og allir staðið sig vel.

En það er einn hluti sem mér finnst að betur mætti fara í dómgæslunni í Pepsi-deildinni. Mér finnst bestu fótboltamenn deildarinnar, leikmennirnir sem rífa skemmtanagildið upp, ekki fá nægilega vernd.

Í íslensku deildinni eru ekki margir leikmenn sem falla í þennan flokk. Köllum hann töfraflokkinn. Meira »
fös 03.ágú 2018 09:45 Elvar Geir Magnússon
Í ökkla eða eyra Hamren Þau hafa verið ansi misjöfn viðbrögðin við þeim fréttum að Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Svía, sé vel á veg kominn í viðræðum við KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu. Annað hvort eru menn mjög spenntir eða telja að það yrðu mistök að ráða Hamren.

Það er ljóst að ef Hamren verður fyrir valinu yrði ráðningin klárlega umdeild. Meira »
fim 28.jún 2018 12:37 Elvar Geir Magnússon
Gáttaðir um borð í flugvél - Maður vill ekki trúa þessu Íslenska landsliðið stendur á tímamótum og óvissan er talsverð.

Orð Ragnars Sigurðssonar sem hann setti á Instagram í gær, í þann mund sem vél Icelandair frá Kalíníngrad var að búa sig undir heimferð með landsliðið, starfslið og fjölmiðlamenn innanborðs, komu nær öllum í opna skjöldu. Meira »
lau 16.jún 2018 11:09
Mögnuð upplifun í Moskvu Það er komið að risastóru stundinni, stærsta leik Íslandssögunnar þegar leikið verður gegn sjálfum Argentínumönnum á HM í Moskvu. Það er enn næstum óraunverulegt að vera að skrifa þetta.

Ég vona að leikmönnum Íslands hafi gengið betur en mér að stilla spennustigið! Meira »
mið 28.mar 2018 07:00 Elvar Geir Magnússon
Fastamönnum ekki ógnað Þeir fastamenn sem fengu stærsta mínútuskammtinn frá Heimi Hallgríms í undankeppni HM ættu ekki að eiga erfitt með að festa svefn eftir landsleikjagluggann.

Þó einhverjir hafi klárlega styrkt stöðu sína í augum Heimis og Helga eftir þessa Bandaríkjaferð þá var okkar helstu leikmönnum ekki ógnað. Enda er líka erfitt að slá menn út eftir þessa gósentíð sem hefur ríkt í íslenskum fótbolta. Meira »
sun 25.mar 2018 14:00 Elvar Geir Magnússon
Stórt tap sem stuðlar þó ekki að svartsýni Það er kannski furðulegt að segja það en þrátt fyrir 3-0 tap gegn Mexíkó í vináttulandsleik á föstudaginn, tölur sem eru ekki fallegar á blaði, hefur það engin neikvæð áhrif á tilfinningu manns fyrir því hvernig Íslandi muni vegna á stærsta sviðinu í Rússlandi í sumar. Meira »
mán 13.nóv 2017 18:00 Elvar Geir Magnússon
Rándýra hvelfingin sem á að framleiða árangur Í Katar búa menn sig undir það risastóra verkefni að halda HM í fótbolta árið 2022. Af mörgu er að huga í framkvæmdinni, reisa þarf leikvanga og samgönguæðar og sjá til þess að öll umgjörð sé í stakasta lagi.

Í þessa þætti er verið að dæla miklum peningum en það er fleira sem þarf að huga að. Landslið Katar verður fyrstu gestgjafarnir frá 1934 (Ítalía) sem tekur þátt í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Meira »
fös 10.nóv 2017 16:30 Elvar Geir Magnússon
HM á Íslandi 2022 Góðærið er komið aftur, öflugra en nokkru sinni fyrr. Ákveðið hefur verið að HM verði haldið á Íslandi 2022. Borgarlínan verður gerð í snatri, sporvagnar munu flytja fólk milli valla, og flutt verður vinnuafl frá Skandinavíu, Færeyjum og Grænlandi til að vinna við óboðlegar aðstæður við að reisa átta nýja leikvanga. Meira »
mið 08.nóv 2017 20:40 Elvar Geir Magnússon
Reyna að heilla Heimi meðan aðrir sleikja sólina Fyrri leikurinn í Katar er að baki. Tap niðurstaðan. Ekkert sem maður er óvanur þegar kemur að vináttulandsleikjum hjá Íslandi.

Döpur úrslit vináttuleikja er ekki kvörtunarefni á meðan árangurinn þegar máli skiptir er svona stórkostlegur. Líka þegar maður veit að vináttulandsleikirnir eru nýttir til að auka möguleikana á því að vinna leikina sem telja. Meira »