KDA KDA
 
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar er ritstjóri Fótbolta.net. Sér einnig um útvarpsþáttinn á X-inu. Hefur starfað sem íþróttafréttamaður á DV, Fréttablaðinu og Vísi.

Elvar er á twitter: @elvargeir
mið 06.maí 2020 18:44
Kjánalegt að bíða á grænu ljósi Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og verðandi Fálkaorðuhafi sagði á fréttamannafundi í dag að næsta skref í afléttun yrði 25. maí. Frá og með þeim degi gefa stjórnvöld grænt ljós á að kappleikir í meistaraflokki fari fram.

Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.

Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt? Meira »
þri 14.apr 2020 23:30
<b>Leikur í uppáhaldi:</b> Man Utd 2 - 0 Arsenal Í Covid ástandinu hefur verið vinsælt að rifja upp góðar minningar úr fótbolta með því að skrifa um leik sem er í uppáhaldi. Í síðustu viku birtist pisill frá Guðmundi Aðalsteini þar sem hann rifjaði upp leik sem hann gleymir seint. Ég tek nú við keflinu. Meira »
sun 29.mar 2020 21:02
Ekki samstíga Fótboltaæfingar flokkast auðvitað ekki sem eitt af stóru málunum í dag.

En ljóst er að íslensk fótboltafélög túlka fyrirmæli ÍSÍ um æfingabann á mjög misjafnan hátt og þörf á að skerpa á þeim.

Eftir að hafa rætt við fjölmarga stjórnendur félaga og þjálfara um helgina þá er greinilegt að fólk er ekki samstíga í því að túlka fyrirmæli um það hvað sé bannað og hvað ekki.

Hvað telst skipulögð æfing? Má hafa æfingar þar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn þjálfara og fjarlægðar milli einstaklinga gætt? Má hafa einstaklingsæfingar undir stjórn þjálfara? Til dæmis markmannsþjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til æfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til æfinga? Meira »
sun 17.nóv 2019 09:25
Skyldusigur í fátækasta landi Evrópu Í kvöld lýkur keppni í H-riðli undankeppni EM. Ísland á lokaleik í Moldóvu, fátækasta landi Evrópu. Flestir í íslenska hópnum eru í Moldóvu í fyrsta sinn enda er þetta það land í álfunni sem fær fæsta ferðamenn í heimsókn.

Þegar rölt er um höfuðborgina er fátæktin augljós. Viðhald á mannvirkjum er lítið sem ekkert og betlarar algengir. Í vissum hverfum líður manni eins og maður hafi farið í gegnum tímavél.

Ólgan í stjórnmálunum er mikil en skipt var um forsætisráðherra deginum áður en íslenska landsliðið flaug hingað frá Istanbúl. Meira »
mán 11.nóv 2019 08:05
Mun endurtekin uppskrift í Antalya búa til sömu niðurstöðu? Tyrkland og Ísland mætast á fimmtudaginn í undankeppni EM en leikurinn fer fram á heimavelli Galatasaray í Istanbúl.

Undirbúningur Íslands fer þó fram á öðrum stað hér í Tyrklandi, á Belek svæðinu í Antalya sem liggur við Miðjarðarhafið og er frægur sumarleyfisstaður. Hér skín sólin, hitinn er um 28 gráður.

Þá er hér frábær íþróttaaðstaða, hellingur af æfingavöllum og flottum hótelum, enda koma hingað mörg stór evrópsk félög á undirbúningstímabilinu og í vetrarhléum.

Þá er allt morandi í golfvöllum en um liðna helgi var keppt í Evrópumótaröðinni í golfi hér í Belek. Englendingurinn Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á lokadeginum í gær eftir bráðabana sem spilaður var í flóðlýsingu.

Íslenska liðið hefur góða reynslu af þessu svæði. Liðið gistir á sama hóteli og æfir á sama velli og það gerði í undirbúningi fyrir leikinn gegn Tyrkjum sem var í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Þá vannst stórkostlegur 3-0 sigur þar sem Ísland steig stærsta skrefið í átt að lokakeppni HM í Rússlandi.

Erfitt er að vonast eftir sömu niðurstöðu en Ísland hefur haft góð tök á tyrkneska liðin í gegnum árin og sigur í Istanbúl gefur okkur veika von um að komast á EM í gegnum riðilinn. Flestir búast þó við að umspil á næsta ári verði raunin. Meira »
þri 15.okt 2019 11:30
Gleðst yfir því að hafa haft rangt fyrir mér Það var gaman að vera viðstaddur þá stund á Laugardalsvellinum í gær þegar Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með því að skora seinna mark Íslands í sigrinum gegn Andorra. Ég viðurkenni að ekki eru margir mánuðir síðan ég taldi nær útilokað að þessi stund myndi koma. Meira »
mán 07.okt 2019 08:00
Djúp fótboltalægð yfir Eystrasaltinu Það er fótboltakrísa hjá Eystrasaltslöndunum. Eistland og Lettland eru bæði stigalaus á botni sinna riðla í undankeppni EM karla. Litháen er einnig á botninum í sínum riðli, með aðeins eitt stig.

Vinsælasta íþróttagrein heims er ekki að ná sömu vinsældum í Eystrasaltinu og hún hefur víðast annarstaðar.

Á ferðum mínum um Eistland hefur reynst erfitt að finna staði sem sýna fótboltann í beinni. Sportbarirnir eru gjarnari á að sýna skíðaíþróttir og körfubolta.

Fótbolti er heldur ekki meðal efstu íþróttagreina á blaðinu yfir þær vinsælustu í Lettlandi. Í Litháen er talsverður fótboltaáhugi en hann snýr aðallega að áhorfi á erlendar fótboltadeildir.

Mætingin á deildakeppnirnar í löndunum er ekki ýkja merkileg og þar hefur spilling og hagræðing úrslita, sem hefur verið vandamál í þessum löndum, allt annað en hjálpað. Svartur blettur á íþróttinni og fótboltaáhugamenn hafa lítinn áhuga á að mæta á leiki þar sem úrslitin eru ákveðin fyrirfram.

Félagsliðin ná ekki að gera sig gildandi í alþjóðlegum mótum og dapur árangur landsliðanna stuðlar alls ekki að því að kveikja áhuga. Meira »
sun 06.okt 2019 21:00
Landsleikur við vettvang voðaverka Íslenska kvennalandsliðið er vant því að koma til ýmissa borga og bæja í Evrópu sem seint geta talist til þekktustu staða álfunnar. Þó kvennafótbolti sé grein sem fer ört vaxandi er staðan þannig hjá mörgum löndum að kvennalandsliðið spilar sjaldan í stærstu borgunum og á bestu leikvöngunum.

Stelpurnar okkar leika útileik gegn Lettlandi í undankeppni EM á þriðjudaginn en leikurinn fer fram í borg sem ber nafnið Liepaja. Þetta er þó alls ekkert krummaskuð, hér búa 70 þúsund manns og er þetta þriðja stærsta borg landsins. Meira »
þri 26.mar 2019 08:00
Hamren nær ekki að sannfæra þjóðina Það hefðu nær öll lið heims tapað fyrir Frökkum í gær og þó 4-0 sé leiðinlega stórt tap þá er staðreyndin sú að Ísland var aldrei að fara að ná einhverju frá heimsmeisturunum í þessum ham.

Sama hver taktíkin hefði verið og þó Jói Berg hefði verið heill.

Krafan úr þessum landsleikjaglugga, þrjú stig, náðust og líklegt að innbyrðis viðureignir gegn Tyrklandi ráði úrslitum um hvort liðið fylgi Frökkum beint á EM allstaðar. Við erum inni á brautinni í þessari undankeppni þó Þjóðadeildinni hafi verið sturtað niður í klósettið fyrir áramót. Meira »
sun 24.mar 2019 10:12
Kunnugir staðháttum Íslenska landsliðið mætti til Parísar í gærkvöldi, eftir að hafa æft fyrr um daginn í Andorra og borðað í Barcelona þaðan sem flogið var.

Heimsóknin í borg ástarinnar verður mjög snörp því æft verður á keppnisvellinum, Stade de France, í dag og leikurinn fer fram annað kvöld. Meira »