Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 22. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hvar mun Gulli Victor spila?
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson. Verður hann á miðjunni, í miðverði eða í bakverði?
Guðlaugur Victor Pálsson. Verður hann á miðjunni, í miðverði eða í bakverði?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson. Á kantinum eða miðsvæðis?
Jóhann Berg Guðmundsson. Á kantinum eða miðsvæðis?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson verður í stúkunni. Hann tekur út leikbann.
Aron Einar Gunnarsson verður í stúkunni. Hann tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon verður í hjarta varnarinnar.
Hörður Björgvin Magnússon verður í hjarta varnarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undankeppnin fyrir EM í Þýskalandi 2024 er að fara af stað. Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica.

Snemma í þessum mánuði setti Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net, saman mögulegt byrjunarlið Íslands en síðan þá hefur Sverrir Ingi Ingason, sem hefði pottþétt byrjað í hjarta varnarinnar, þurft að draga sig út úr hópnum.

Það gerir enn erfiðara að spá því hvernig byrjunarlið Íslands verður og hvaða hafsentapar fær það verkefni að glíma við skærustu stjörnu heimamanna, Edin Dzeko.

Guðlaugur Victor Pálsson verður í byrjunarliðinu en spurningin er bara hvaða stöðu hann mun spila. Í áðurnefndu liði sem Sæbjörn setti saman var honum teflt upp sem djúpum á miðju, í ljósi fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem verður í banni.

En eftir meiðsli Sverris gæti Guðlaugur Victor spilað sem miðvörður í leiknum, við hlið Harðar Björgvins Magnússonar. Einnig er möguleiki á að hann muni spila sem bakvörður en við ætlum að giska á að hjarta varnarinnar verði niðurstaðan.

Það kæmi þó ekki á óvart ef Daníel Leó Grétarsson yrði í miðverði, ef við horfum til þess hvernig Arnar Þór Viðarsson hefur verið að stilla liðinu upp.

Ef það verður raunin að Guðlaugur Victor verði í miðverðinum er erfitt að spá hver verður fyrir valinu í að spila sem varnartengiliður á miðsvæðinu, í hinum mikilvæga sexuhlutverki. Aron Elís Þrándarson gæti þar komið til greina, þó hann eigi ekki byrjunarliðssæti hjá liði sínu í Danmörku.

Sóknarlega eru okkar menn sjóðandi heitir og við höldum okkur við þá útfærslu að Jóhann Berg Guðmundsson verði miðsvæðis, eins og hann hefur verið að spila hjá Burnley. Hann gæti þó alveg verið settur út á kantinn, þar sem Íslendingar þekkja hann best.



Það er ýmislegt sem kemur til greina og Arnar Þór Viðarsson og hans þjálfarateymi halda spilunum þétt að sér. Ísland ætlar til dæmis ekki að æfa neitt í Bosníu fyrir leikinn. Við fjölmiðlamenn fáum bara að sjá fyrsta stundarfjórðunginn af æfingum, þegar menn hita upp. Æfingin í dag verður í München, áður en flogið verður út.

„Við verðum að geta nýtt tímann og verið vissir um að ekki sé fylgst með því sem við erum að gera," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í viðtali við Fótbolta.net.

Hópurinn
Markverðir:
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir

Varnarmenn:
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - FC Twente - 14 leikir

Miðjumenn og kantmenn:
Aron Elís Þrándarson - OB Odense - 17 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Copenhagen - 17 leikir, 3 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Copenhagen - 7 leikir
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 10 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley FC - 82 leikir, 8 mörk

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 63 leikir, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk
Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK - 2 leikir
Athugasemdir
banner
banner
banner