Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 06. mars 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Verða reynsluboltar færðir til á vellinum?
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Icelandair
Jóhann Berg sneri til baka í landsliðið í nóvember eftir rúmlega árs fjarveru.
Jóhann Berg sneri til baka í landsliðið í nóvember eftir rúmlega árs fjarveru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur hefur átt sína bestu leiki í hægri bakverði.
Guðlaugur hefur átt sína bestu leiki í hægri bakverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar tekur út leikbann begn Bosníu.
Aron Einar tekur út leikbann begn Bosníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi lék síðast keppnisleik með landsliðinu fyrir rétt tæplega tveimur árum.
Sverrir Ingi lék síðast keppnisleik með landsliðinu fyrir rétt tæplega tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð hefur skorað tvö mörk í þremur síðustu leikjum Lyngby í Danmörku.
Alfreð hefur skorað tvö mörk í þremur síðustu leikjum Lyngby í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir rúmlega tvær vikur hefst undankeppnin fyrir EM 2024 og í fyrsta leik verður andstæðingur íslenska liðsins Bosnía/Hersegóvína. Leikurinn fer fram í Zenica í Bosníu þann 23. mars.

Eins og athygli var vakin á fyrr í dag verður Aron Einar Gunnarsson í banni í leiknum þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Albaníu síðasta haust í síðasta keppnisleik landsliðsins. Í ríflega áratug var Aron með fasta stöðu í landsliðinu sem djúpur miðjumaður fyrir framan vörnina. Eftir endurkomuna síðasta haust hefur hann hins vegar spilað sem miðvörður eins og hann gerir með félagsliði sínu Al Arabi í Katar. Staða djúps miðjumanns hefur verið vandræðastaða undanfarin ár.

Ég ætla að rýna í hvernig byrjunarliðið gegn Bosníu eftir rúmlega tvær vikur gæti litið út.

Í markinu verður Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur spilað vel heilt yfir í Tyrklandi. Hann hafði átt frekar erfiða þrjá leiki áður en hann lokaði rammanum gegn Istanbul Basaksehir fyrir helgi.

Frá síðasta keppnisleik snýr að öllum líkindum Sverrir Ingi Ingason aftur í íslenska hópinn og leysir Aron Einar af í miðverðinum. Það verður fróðlegt að sjá hver verður við hlið hans en líklegast er þó að Hörður Björgvin Magnússon, sem einnig hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar, verði við hlið Sverris. Ef svo verður þá er líklegast að Davíð Kristján Ólafsson komi inn í vinstri bakvörðinn.

Hægri bakvarðarstaðan er stærra spurningarmerki. Alfons Sampsted, Höskuldur Gunnlaugsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Valgeir Lunddal Friðriksson eru allt leikmenn sem gera tilkall í þessa stöðu. Alfons hefur leyst þessa stöðu í langflestum af leikjum síðustu ár en Guðlaugur lék vel síðasta haust og hefur spilað betur í hægri bakverði heldur en á miðjunni. Í fyrstu leikjum nýs tímabils hefur Guðlaugur spilað sem miðvörður í MLS-deildinni.

Ég gæti séð lausnina verða þá að Alfons verði í bakverðinum og Guðlaugur verði í hlutverki djúps miðjumanns, staða sem hann hefur leyst á sínum ferli. Birkir Bjarnason hefur leyst stöðuna í síðustu keppnisleikjum og spurning hvort hann haldi fái traustið áfram, hann var ekki í leikmannahópi Adana Demirspor í síðasta leik. Ísak Bergmann Jóhannesson leysti þessa stöðu í Eystrasaltsbikarnum en hann hefur verið í mjög litlu hlutverki hjá félagsliði sínu sem gerir honum erfitt fyrir í aðdraganda komandi landsleikja. Aðrir kostir í stöðunni eru Aron Elís Þrándarson, Stefán Teitur Þórðarson, Júlíus Magnússon og Arnór Ingvi Traustason. Ég held að valið verði milli Guðlaugs og Birkis.

Ef Arnar Þór Viðarsson heldur sig við 4-1-4-1 kerfið sitt þá verða Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson sem skoruðu báðir tvö mörk um helgina úti á köntunum. Hinn funheiti Hákon Arnar Haraldsson verður annar af miðjumönnunum. Jóhann Berg Guðmundsson hefur nær allan sinn feril spilað á hægri kantinum en hefur í undanförnum leikjum spilað talsvert miðsvæðis hjá Burnley og gæti leyst þá stöðu í landsliðinu. Stefán Teitur Þórðarson og Þórir Jóhann Helgason gera einnig tilkall inn á miðsvæðinu.

Fremstur hlýtur svo að verða Alfreð Finnbogason sem hefur spilað vel eftir meiðsli og skorað tvö mörk í þremur leikjum með Lyngby. Um helgina skoraði hann sigurmarkið gegn Bröndby.

Landsliðsþjálfarinn var til viðtals í janúar eftir æfingaleiki gegn Eistlandi og Svíþjóð. Í leiknum gegn Eistlandi spilaði liðið leikkerfið 4-4-2 með tígulmiðju.

„Það eru tveir hlutir sem við erum að hugsa þar. Í fyrsta lagi gagnvart hópnum sem við vorum með úti í Portúgal, þá fannst okkur spennandi að sjá hvort við gætum á tveimur æfingum „drillað" þetta leikkerfi þannig að leikmenn væru klárir í leik. Einfaldlega vegna þess að við vorum með ákveðnar týpur af leikmönnum sem að mínu mati henta vel í þetta leikkerfi. Þ.e.a.s. að vera ekki með kantara, heldur með tvo sentera."

„Í öðru lagi er þetta líka fyrir framtíðina. Ég tel að við séum komnir það langt akkúrat núna, erum að fara inn í þriðja árið þar sem ég er með liðið, við erum komnir á ákveðinn stað þar sem við þurfum líka að hugsa aðeins lengra og breiðara. Við erum að fara inn í þessa riðlakeppni, undankeppni, og það geta verið augnablik þar sem við þurfum að breyta einhverju. Hvort sem það er í miðjum leik eða hvort við viljum koma andstæðingnum á óvart. Við viljum ekki vera fyrirsjáanlegir, verða lið sem er fyrirsjáanlegt og það sé auðvelt að lesa okkur og greina okkur,"
sagði landsliðsþjálfarinn.

Ef ákvörðunin verður að spila 4-4-2 gæti Arnar horft í að vera með Jón Dag með Alfreð frammi og þá annað hvort Jóhann eða Arnór í stöðunni fyrir aftan framherjann og hinn þar fyrir aftan með Hákoni.

Mögulegt byrjunarlið gegn Bosníu:


Þremur dögum eftir leikinn gegn Bosníu-Hersegóvínu mætir Ísland svo liði Liechtenstein á útivelli.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner