Þann 14. júní á næsta ári verður opnunarleikur Evrópumótsins á Allianz Arena í München. Þýskaland heldur mótið og Ísland stefnir á að vera með, það er yfirlýst markmið hópsins og þjálfarateymisins.
Það er því kannski vel við hæfi að vegferðin hefjist í Þýskalandi en landsliðið er komið saman hér í München þar sem það mun æfa áður en flogið verður yfir til Bosníu og Hersegóvínu á miðvikudaginn. Meðal annars verður æft á æfingasvæði sem notað er af kvennaliði og yngri liðum stórliðsins Bayern München. Þjóðverjar eru þekktir fyrir að vera með allt á hreinu og allar aðstæður því framúrskarandi.
Það er því kannski vel við hæfi að vegferðin hefjist í Þýskalandi en landsliðið er komið saman hér í München þar sem það mun æfa áður en flogið verður yfir til Bosníu og Hersegóvínu á miðvikudaginn. Meðal annars verður æft á æfingasvæði sem notað er af kvennaliði og yngri liðum stórliðsins Bayern München. Þjóðverjar eru þekktir fyrir að vera með allt á hreinu og allar aðstæður því framúrskarandi.
Ísland hefði ekki getað verið heppnara með drátt. Bosnía og Slóvakía verða vissulega erfiðir andstæðingar og baráttan verður hörð en ekkert mælir á móti því að stefna á annað sætið (Portúgal er með það fyrsta frátekið) og fljúga þar með á EM.
Vissulega gefa úrslit Íslands að undanförnu ekki ástæðu til bjartsýni og Liechtenstein eina liðið sem við höfum unnið í mótsleikjum síðan Arnar Þór Viðarsson tók við. En horfum á andstæðinga okkar:
Bosnía tapaði síðasta landsleik sínum 4-1 gegn Rúmeníu, nýr þjálfari tók við í janúar og Ejub Purisevic sagði í Innkastinu í síðustu viku að Bosnía væri skemur á veg komin en Ísland í mótun á liðinu. Úrslit Slóvakíu er ekki til útflutnings, liðið gerði jafntefli gegn Belarús og tapaði fyrir Kasakstan og Aserbaídsjan í síðustu Þjóðadeildarleikjum.
Ég endurtek, Ísland hefði ekki getað verið heppnara með riðil. Liechtenstein er langslakasta liðið í riðlinum og Lúxemborg ætti ef allt er eðlilegt að enda í fimmta sæti, en gæti þó strítt liðunum þremur fyrir ofan.
Úrslitabransi
Síðustu ár hefur verið talað um þróun og uppbyggingarferli á íslenskur landsliðinu, það hefur lent í erfiðum og óvæntum aðstæðum en nú er enginn í feluleik. Fótbolti er úrslitabransi og þessi riðill snýst um að ná í úrslitin sem þarf til að komast á EM. Tal um bætingu á spilamennsku telur núna ekki nema stigin fylgi með. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður hefur sjálf talað hreint út um að nú sé komið að tíma árangurs.
Arnar landsliðsþjálfari er alveg meðvitaður um stöðuna, úrslitin hafa ekki verið góð og of margar neikvæðar fréttir verið í gangi. Ljóst er að stærri hluti fótboltaáhugamanna tekur afstöðu með Alberti Guðmundssyni (og fjölskyldu) í deilu þeirra sem hefur tröllriðið öllu. Það sést til dæmis skýrt í Twitter könnun sem við framkvæmdum fyrir útvarpsþáttinn okkar.
Það þarf engan sérfræðing til að sjá það hvernig umræðan verður og hversu mikil pressan verður á Arnari ef illa fer í Bosníu. En við erum með spennandi leikmenn sem hafa verið sjóðheitir með sínum liðum og engin ástæða er til annars en að mæta með kassann úti. Ef við sækjum eitthvað úr leiknum á fimmtudag er verkefnið "Ísland á EM 2024" formlega komið á skrið.
Athugasemdir