Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 22. mars 2023 11:18
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fangelsisborgin framundan
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Stuðningsmenn Bosníu í Zenica eru mjög öflugir.
Stuðningsmenn Bosníu í Zenica eru mjög öflugir.
Mynd: EPA
Frá München áðan. Aron Einar verður á fréttamannafundi síðar í dag.
Frá München áðan. Aron Einar verður á fréttamannafundi síðar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum skrifuðu orðum er íslenska landsliðið að taka sína síðustu æfingu hér í München, áður en haldið verður með einkaflugi til Bosníu síðar í dag.

Allir leikmennirnir í hópnum taka þátt í æfingunni, þar á meðal markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sem kallaður var inn eftir að Elías Rafn Ólafsson varð fyrir höfuðmeiðslum á æfingu.

Flogið verður til Sarajevo, höfuðborgarinna í hinu fagra og fjalllenta landi Bosníu og Hersegóvínu, en þar mun liðið gista. Það eru 53 kílómetrar í Zenica, borgina þar sem leikurinn sjálfur mun fara fram.

Íslenski fjölmiðlahópurinn mun gista í Zenica, sem er fjórða stærsta borg Bosníu. Hún er þekktust fyrir fangelsið alræmda í miðri borginni en það var það stærsta í gömlu Júgóslavíu. Áhugasamir lesendur geta kynnt sér fangelsið betur í þáttaröðinni Inside World's Toughest Prisons á Netflix.

Borgin er einnig þekkt fyrir gríðarlega stóra stálverksmiðju en loftgæðin fyrir íbúa eru alls ekki eins og best verður á kosið.

En stærsta ástæðan fyrir því að þarna hefur landsliðið spilað leiki sína er sú stemning sem áhorfendur ná að skapa á vellinum, Bilino Polje. Íslenska liðið getur búið sig undir hatrammt andrúmsloft en eins og talað hefur verið um geta áhorfendurnir samt verið fljótir að snúast gegn sínum mönnum ef illa gengur hjá þeim.

Leikvangurinn verður ekki fullsetinn, hluti af stúkunum verður lokaður vegna áhorfendabanns sem UEFA dæmdi Bosníu í vegna óláta áhorfenda. Stúkurnar taka alla jafna um 5500 manns en að þessu sinni má bara selja 3500 miða.

Fótbolti.net fylgir landsliðinu til Bosníu þar sem fréttamannafundur verður haldinn síðar í dag. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari verður á fundinum og einnig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, þó hann verði í leikbanni í Zenica.
Athugasemdir
banner
banner