Í kvöld fer fram landsleikur Lúxemborgar og Íslands í undankeppni EM. Lúxemborg er sýnd veiði en ekki gefin, klisja sem raunverulega á við í þessu tilfelli.
Ísland hefur sett stefnuna á að komast á EM og þó byrjunin í þessum riðli hafi alls ekki verið góð þá er opinbert markmið enn að komast á EM. Til að eiga möguleika á því í gegnum riðilinn verður að vinnast sigur í kvöld og Age Hareide hefur sagt að auðvitað verði sótt til sigurs.
Tvö efstu liðin komast á EM en ef við náum ekki öðru sætinu eru miklar líkur á því að önnur leið opnist í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Hugsum um það síðar.
Ísland hefur sett stefnuna á að komast á EM og þó byrjunin í þessum riðli hafi alls ekki verið góð þá er opinbert markmið enn að komast á EM. Til að eiga möguleika á því í gegnum riðilinn verður að vinnast sigur í kvöld og Age Hareide hefur sagt að auðvitað verði sótt til sigurs.
Tvö efstu liðin komast á EM en ef við náum ekki öðru sætinu eru miklar líkur á því að önnur leið opnist í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Hugsum um það síðar.
Síðasti gluggi var ótrúlega svekkjandi, spilamennskan góð en skilvirknin lítil og tveir ósigrar á Laugardalsvelli staðreynd.
Í kvöld er rétti tíminn fyrir landsliðið að sýna og sanna að þeim er alvara með því markmiði að koma sér á EM í Þýskalandi. Sýna og sanna að það er ekki langt í næstu þátttöku á stórmóti. Sýna með verki að þetta eru ekki bara orðin innantóm heldur eru menn klárir í verkefnið og hafa trú á því.
Þó það sé brekka í riðlinum þurfum við að komast á einhverja siglingu ef umspilið verður staðreyndin í mars. Ísland þarf að vera komið á smá sigurbraut og með þá tilfinningu sem einkenndi liðið fyrir nokkrum árum til að eiga möguleika á að vera með í Þýskalandi.
Ef menn ætla að eiga breik í einhverju umspili í mars, þurfa menn að vera komnir á einhverja sigurbraut. Kunna að vinna leiki, þekkja þá tilfinningu með landsliðinu.
Sigur í kvöld sendir út réttu yfirlýsinguna. Sigur er það eina sem kemur til greina og þó uppgangur sé í fótboltanum í Lúxemborg er það afsökun sem ekki verður tekin gild í kvöld ef sigur vinnst ekki.
Athugasemdir