Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 16. nóvember 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Þeir svona góðir eða við hinir bara svo slakir?
Elvar Geir skrifar frá Bratislava
Elvar Geir Magnússon
Strákarnir okkar fyrir æfingu í Bratislava í gær.
Strákarnir okkar fyrir æfingu í Bratislava í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Slóvakíu á Laugardalsvelli.
Úr leik Íslands og Slóvakíu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil eftirvænting hér í Bratislava fyrir leik kvöldsins, enda geta heimamenn innsiglað sæti á lokakeppni Evrópumótsins og nægir jafntefli til þess.

Slóvakar standa vel að vígi í riðlinum og geta yfir fáu kvartað hingað til. Þó eru sparkspekingar hér í landi alls ekkert vissir um að staðan í riðlinum sýni endilega að lið þeirra sé svona ofboðslega gott.

„Ég held hreinlega að við séum að græða á því hversu slakir keppinautar okkar hafa verið," sagði slóvakískur kollegi minn í stuttu spjalli okkar í gær. Hann telur að góð staða síns liðs skýrist frekar af slakri frammistöðu annarra liða en að hans menn hafi verið eitthvað frábærir.

Hann segist fyrirfram hafa búist við því að Ísland og Bosnía myndu veita Slóvökum harða samkeppni um annað sætið. Þessi lið hafi hinsvegar ollið vonbrigðum, Ísland rekið sinn þjálfara eftir skell gegn Bosníu og svo eru Bosníumenn búnir að vera með þrjá þjálfara í þessari undankeppni.

Portúgal er yfirburðarlið í þessum riðli en flest af hinum liðunum, þar á meðal við Íslendingar, hugsuðum okkur skiljanlega gott til glóðarinnar. En meðan við og Bosníumenn hafa ekki náð okkur á strik hefur Slóvakía ekki þurft að fara með neinum himinskautum til að vera í þessari stöðu.

Kolleginn bjóst alls ekki við því að Lúxemborg yrði það lið sem myndi veita Slóvakíu hvað harðasta keppni.

Fyrir okkur Íslendinga þýðir ekki að dvelja of lengi við það sem liðið er. Umspilið umtalaða er líklegasta niðurstaðan. Leikmenn og flestir stuðningsmenn skynja bætingu í frammistöðunni og að við séum á réttri leið en það er fínt að vitna í orð Arnórs Sigurðssonar í viðtali við mig í vikunni:

„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það."
Athugasemdir
banner
banner
banner