Aðsendir pistlar
Lesendur Fótbolta.net geta sent inn pistla á
[email protected] Fullt nafn verður að vera með pistlinum og ekki er verra ef að mynd af pistlahöfundi fylgir með.
mið 11.jan 2012 12:30
Aðsendir pistlar

Það er eitthvað að gerast í borginni. Maður er enn að melta bikarleik Manchester-liðanna sem fram fór um síðustu helgi. Scholes reimar á sig skóna á nýjan leik, rauða spjaldið, vítið, vítið eða vítin sem hefðu átt að vera, viðsnúningurinn í seinni hálfleik, dramatíkin, vonbrigðin, fögnuðurinn. Á síðustu árum hafa leikir liðanna tveggja nær allir verið virkilega skemmtilegir, dramatískir, eftirminnilegir með nóg af umdeildum atvikum. Það er eitthvað sérstakt að gerast í borginni Manchester.
Meira »
fim 05.jan 2012 07:30
Aðsendir pistlar
„Lose money for my firm and I will be understanding. Lose a shred of reputation for the firm and I will be ruthless."
(Ofangreind tilvitnun í Warren Buffett er til í allskyns útgáfum og er oft ein af fyrstu setningunum sem nemendur í almannatengslum, viðskipta- og markaðsfræði læra í sínu fagi víðsvegar um heim).
Meira »
þri 06.des 2011 07:30
Aðsendir pistlar

Núna þegar rúmir tveir mánuðir eru frá því íslandsmótið kláraðist og menn svona að fara að skríða af stað í lengsta undirbúningstímabil heims þá langaði mér að koma með nokkra punkta af liðnu sumri úr 2.deildinni. Ég er Tindastóls-maður í húð og hár og auðvita virkilega sáttur með að við skildum hafa komist upp í 1.deildina ásamt öðru landsbyggðarliði, Hetti.
Meira »
þri 22.nóv 2011 08:00
Aðsendir pistlar

Hefur þig aldrei langað til að labba inn á völlinn þegar þú ert að horfa á leik og einfaldlega kýla einhvern leikmann sem er inn á vellinum... eða allavega slá hann utan undir? Það hefur allavega komið fyrir oftar en einu sinni hjá mér.
Meira »
þri 15.nóv 2011 07:00
Aðsendir pistlar

Eins og ávallt sleppi ég ekki að lesa viðtöl við vin minn Guðjón Þórðarson. Á því varð engin undantekning þann 8. nóv. þegar viðtal birtist við Guðjón í Fréttablaðinu. Langar mig að gera athugasemdir við það sem kemur fram þar í sambandi við KA.
Meira »
fim 10.nóv 2011 08:00
Aðsendir pistlar

U21 árs landslið Íslands mætir Englendingum í undankeppni EM í kvöld. Fótbolti.net fékk
Björn Daníel Sverrisson og Þórarinn Inga Valdimarsson til að skrifa stuttan pistil frá Englandi um gang mála hjá liðinu.
Meira »
fös 16.sep 2011 08:30
Aðsendir pistlar

Nú fer að hefjast nýtt knattspyrnutímabil í yngstu flokkunum á Íslandi. Mörg mót eru haldin í 7 manna bolta fyrir þessa iðkendur en fyrirkomulag þeirra hefur verið með sama sniði í fleiri, fleiri ár.
Meira »
lau 10.sep 2011 11:50
Aðsendir pistlar

Í fréttum er fjallað um fjárhagsstöðu knattspyrnufélaga og m.a. nefnt að erfitt efnahagsumhverfi sé þar myllusteinn um háls íþróttafélaga. Ekki skal gert lítið úr því enda hefur fjárhagsvandi heimsótt flest íþróttafélög í einni eða annarri mynd síðustu áratugi, þ.m.t. félög á Akranesi.
Meira »
lau 10.sep 2011 07:00
Aðsendir pistlar

Ég verð að taka undir orð Sigfús Ólafs Helgasonar framkvæmdarstjóra Þórs á Akureyri á Stöð 2 þann 24 ágúst síðastliðinn um framkomu sóðaskap og virðingarleysi leikmanna. Sem vallarstjóri og starfsmaður Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði síðastliðinn tvö ár, þá hef ég orðið vitni af ótrúlegu virðingarleysi og sóðaskap leikmanna og iðkenda boltaíþrótta.
Meira »
þri 26.apr 2011 19:00
Aðsendir pistlar

Loksins, loksins er deildin að byrja. Langur vetur er að baki, komnir sigurvegarar í allar pínulitlu smábarnakeppnirnar og árstíðarbundin spennan farinn að grípa um sig. Skríbentar hverskonar eru farnir að gera sig breiða, mæra Séra Jón og hlæja að kallgreyinu honum Jóni, sem úti í horni æfir sig þó fyrir sumarið þrátt fyrir að vera aðhlátursefni í samanburði við Sérann.
Meira »