Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 06. desember 2011 07:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ótrúleg önnur deild að baki
Stefán Arnar Ómarsson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Stefán Arnar Ómarsson.
Stefán Arnar Ómarsson.
Mynd: Úr einkasafni
Tindastóll/Hvöt sigraði aðra deildina í ár.
Tindastóll/Hvöt sigraði aðra deildina í ár.
Mynd: Valgeir Kárason
Úr leik Njarðvíkur og Hattar í sumar.
Úr leik Njarðvíkur og Hattar í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Núna þegar rúmir tveir mánuðir eru frá því íslandsmótið kláraðist og menn svona að fara að skríða af stað í lengsta undirbúningstímabil heims þá langaði mér að koma með nokkra punkta af liðnu sumri úr 2.deildinni. Ég er Tindastóls-maður í húð og hár og auðvita virkilega sáttur með að við skildum hafa komist upp í 1.deildina ásamt öðru landsbyggðarliði, Hetti.

En þessi deild var ótrúleg fyrir margra hluta sakir og hún var óumdeilanlega mest spennandi deildin í sumar. Mörg lið vermdu toppsætið í sumar og liðið sem vann deildina var á botninum um tíma, svo jöfn var hún.

2.deildinn hefur verið spiluð með mismunandi fyrirkomulagi í gegnum árin.
Til ársins 1989 var C-deildin eða 3.deildin eins og hún hét þá spiluð í tveim riðlum. suður riðll og norður riðill. Misjafnt var hve mörg lið voru í riðlunum allt frá 7-10 lið.

Árið 1990 var þessu fyrirkomulagi síðan breytt í eina 10 liða deild óháð búsetu. Fyrirkomulag sem hélst fram til ársins 2008 þegar liðunum var fjölgað í 12.

Eins og fyrr segir var 2.deildin í ár ótrúlega jöfn og þegar farið er yfir sögu
C-deildarinnar þá er erfitt að finna tímabil sem er svona jafnt . Við þurfum að fara aftur til ársins 1991 til að finna eitthvað í viðlíkingu við deildina eins og hún var í ár. Leifursmenn unnu deildina það ár, með Þorlák Árnason fremstan í flokki og náðu í 36 stig sem jafngildir 2 stigum að meðaltali í leik.

Í öðru sæti 1991 voru Ísfirðingar sem komust upp með 31 stig, jafnmörg stig og ÍK en voru með betri markatölu. Það að BÍ skildu komast upp á 1,7 stigi að meðaltali í leik er ásamt Þrótti Nes árið 1992 lægsti stigafjöldi sem lið hefur komist upp í 1.deildina á.

Aftur á móti í ár, að Tindastóll/Hvöt hafi unnið deildina á 42 stigum sem gerir 1,9 stig að meðaltali í leik er það lægsta sem lið hefur unnið 2.deildina á. Sem segir okkur enn fremur hve jöfn þessi deild var.

En lokastaðan árið 1991 leit svona út.

Stigafjöldi - Stig á leik
1.Leiftur 36 stig (2.stig)
2.BÍ 31 stig (1,72 stig)
3. ÍK 31 stig (1.72 stig)
4. Dalvík 27 stig (1.5 stig)
5. Skallagrímur 27 stig (1.5 stig)
6. Völsungur 26 stig (1.44 stig)
7. Þróttur Nes 23 stig (1,27 stig)
8. KS 20 stig (1,11 stig)
9. Magni 18 stig (1. Stig)
10. Reynir Árskógsströnd 12 stig. (0,66 stig)

Níu stigum munar á fyrsta og fimmta sæti, en átta stigum á öðru og sjöunda. Þetta var jafnasta C-deild sem spiluð hefur verið þangað til í ár.

Í ár var margt athyglisvert, fyrst ber að nefna það að 9 lið náðu 30 stigum eða meira. Aðeins munaði fjórum stigum á fyrsta sæti og fimmta sæti. En hérna má sjá stöðuna í 2.deildinni sumarið 2011.

1 Tindastóll/Hvöt 42 stig (1.91 stig)
2 Höttur 41 stig (1,86 stig)
3 Njarðvík 39 stig (1,77 stig)
4 Afturelding 39 stig (1,77 stig)
5 Dalvík/Reynir 38 stig (1,7 stig)
6 KF 34 stig (1,55 stig)
7 Fjarðabyggð 34 stig (1.55 stig)
8 Reynir S. 32 stig (1.45 stig)
9 Hamar 30 stig (1.36 stig)
10 Völsungur 26 stig (1,18 stig)
11 Árborg 11 stig (0,5 stig)
12 ÍH 8 stig (0,36 stig)

Þetta er eiginlega bara fáranlegt hve jöfn deildin var.

En það sem vekur líka áhuga er mörkin sem voru skoruð í þessari deild, þau urðu á endanum 544 sem er það langmesta í 12 liða deild. Þetta gerir 4,12 mörk að meðaltali í leik sem er svakaleg tala og óhætt að segja að skemmtanagildið hafi verið í hávegum haft í deildinni í sumar. Ef við berum saman hinar 12.liða deildirnar saman við 2.deildina í ár.
Skoruð voru tæplega þrjú mörk að meðaltali í leik í 1.deildinni, og í Pepsi deildinni voru skoruð rúmlega þrjú mörk í leik

Þetta er hinsvegar ekki met þegar horft er yfir 2.deildina í gegnum árin. Þrisvar sinnum hefur verið gert betur,en allt var það í 10.liða deild, en árið 2003 voru skoruð að meðaltali 4,17 mörk. Árið 1990 voru skoruð 4,18 mörk en mesta skor í 2.deild var árið 1997 þegar skoruð voru 4,5 mörk að meðaltali í leik.

Annað mjög athyglisvert við 2.deildina þetta árið er magnið af mörkum sem skoruð eru á 90 mínutu eða seinna. Frá 2001 til ársins í ár hefur aldrei verið skoruð jafn mörg mörk á 90 mínutu og í uppbótartíma. Í ár voru skoruð 43 mörk á þeim tíma sem jafngildir 8 % af mörkum tímabilsins.

Árið 2008 voru 35 mörk skoruð á 90.mín eða í uppbótartíma en það er það ár sem kemst næst þessu. Á venjulegu tímabili hefur verið að koma á biliinu 5-15 mörk á 90.mínutu og seinna.

Skemmtanagildið var magnað í þessari landsbyggðardeild, þar sem sex lið voru alvöru landsbyggðarlið og minnti þetta á íslandsmótin fyirr svona 20 árum þegar lið keyrðu um landið þvert og endilangt til að spila.

Annars vill ég bara þakka fyrir skemmtilegt fótbolasumar og það væri óskandi ef maður sjái deildirnar svona jafnar næsta sumar.

Með fótboltakveðju
Stefán Arnar Ómarsson
banner