Hver var tilgangurinn með því að kaupa réttinn af kvennaknattspyrnu á Íslandi?
Mér virðist eini tilgangurinn vera sá að minnka umfjöllunina og þar af leiðandi áhugann á íslenskri kvennaknattspyrnu. Það er ekki nóg að henda einni vél á einn leik í umferð og senda út.
Meira »
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa fjöldann allan af frábæru ungu knattspyrnufólki hjá tveimur metnaðarfullum félögum Breiðabliki og Haukum undanfarin tíu ár. Mig langar til að deila reynslu minni af því hvernig viðhorf til kvennaknattspyrnu hefur tekið risastökk fram á við á þeim tíma og hvetja okkur öll til að gefa enn betur í.
Meira »
Fjögur lið geta unnið titilinn í ár í Pepsídeild kvenna. Allt getur gerst. Stjarnan skrifaði nýjan kafla í knattspyrnusöguna í fyrra með sínum titli. KR-stórveldið bjargaði sér frá falli á markatölu. Fimm lið enduðu með jafnmörg stig í A-deild lengjubikarsins í vor. Það mun eitthvað óvænt og skemmtilegt gerast í deildinni í sumar. Það er klárt.
Meira »
Það er ekki oft sem maður sest fyrir framan sjónvarpið til að horfa á beina útsendingu á íslenskum leik og skemmtir sér eins vel og í gærkvöldi, þegar ÍA tók á móti KR.
Meira »
Það er mikið ánægjuefni hvað margir hafa áhuga á Pepsideild karla. Er ég þar engin undantekning. Það sem gert hefur verið í mörg ár, eru alls konar kannanir og atkvæðgreiðsla, bæði hjá fyrirliðum og þjálfurum félaganna, en einnig fjölmiðlaspekinga, sem gefa sér það hverjir munu vinna og hverjir falla.
Meira »
Árið 2005 ákvað ég, Ágúst Stefánsson, ásamt félaga mínum Oddi Aðalgeirssyni að það væri kominn tími til að fylgjast með einhverju skemmtilegu liði í neðri deildunum á Englandi. Liðið sem við féllum fyrir var Blackpool FC. Gengi félagsins hefur verið ótrúlegt síðan þá, en liðið var í Football League One (2. deild upp á íslenskuna) og hefur síðan farið upp í fyrstu deildina og eins og margir muna eftir upp í Úrvalsdeildina þar sem spilamennska liðsins heillaði ansi marga áður en liðið féll óverðskuldað í síðustu umferðinni í fyrra.
Meira »
Andre Villas-Boas var rekinn frá Chelsea þann 4. mars síðastliðinn í kjölfar óviðunandi árangurs liðsins og samstöðuleysis í búningsklefanum. Leikmennirnir stóðu ekki allir á bak við hann og því fór sem fór. Aðstoðarþjálfarinn Roberto Di Matteo hélt hinsvegar velli, færðist í skipstjórahlutverkið og virðist hafa siglt skútunni upp úr þeirri lægð sem hún var búin að sökkva dýpra og dýpra í á fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Meira »
Eigendur knattspyrnufélaga eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það eru til eigendur sem eru alvöru knattspyrnuaðdáendur og njóta andrúmloftsins á leikdegi en aðrir eru eingöngu í þeim erindagjörðum að græða pening, þvo peninga, ráðskast með fólk eða gera sig að fífli. Það er í raun merkilegt, hvað mikið af ríkum heimskum mönnum hafa flætt inn í knattspyrnuna.
Meira »
Ef þú spyrð unga stráka, hvar sem er í heiminum, sem nokkurtíman hafa sparkað í bolta hvað þeir vilja gera þegar að þeir verða stórir, þá færðu oftast sama svar, „atvinnumaður í fótbolta“. Allstaðar í heiminum, í öllum löndum, hjá öllum klúbbum eða akademíum, spretta reglulega upp ungir leikmenn sem virðast hafa það sem þarf til að verða atvinnumaður í fótbolta, en aðeins örfáir verða það á endanum. Flestir ná ekki að þróa hæfileika sína nógu mikið til þess að halda áfram að skara fram úr eftir því sem þeir eldast, aðrir missa áhugan á fótbolta, setjast á skólabekk, kynnast bakkusi eða þola ekki líkamlega eða andlega álagið sem fylgir.
Meira »
Það er eitthvað að gerast í borginni. Maður er enn að melta bikarleik Manchester-liðanna sem fram fór um síðustu helgi. Scholes reimar á sig skóna á nýjan leik, rauða spjaldið, vítið, vítið eða vítin sem hefðu átt að vera, viðsnúningurinn í seinni hálfleik, dramatíkin, vonbrigðin, fögnuðurinn. Á síðustu árum hafa leikir liðanna tveggja nær allir verið virkilega skemmtilegir, dramatískir, eftirminnilegir með nóg af umdeildum atvikum. Það er eitthvað sérstakt að gerast í borginni Manchester.
Meira »