Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 10. september 2011 07:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Skemmdir, ofsi og sóðagangur á Þórsvelli
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Bárður Jón Grímsson.
Bárður Jón Grímsson.
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Úr einkasafni
Ég verð að taka undir orð Sigfús Ólafs Helgasonar framkvæmdarstjóra Þórs á Akureyri á Stöð 2 þann 24 ágúst síðastliðinn um framkomu sóðaskap og virðingarleysi leikmanna. Sem vallarstjóri og starfsmaður Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði síðastliðinn tvö ár, þá hef ég orðið vitni af ótrúlegu virðingarleysi og sóðaskap leikmanna og iðkenda boltaíþrótta.

Hef ég komið að búningsklefum sem aðkomulið og heimalið hafa til afnota í svo slæmu ástandi að það er ekki hægt að trúa því að hér hafi verið íþróttamenn og konur að verki. Rusli og límbandi sem notað er til að halda legghlífum að fótum er eins og hráviður um öll gólf, bananahýði, flöskur og rusl er látið falla á gólfið, þrátt fyrir að ruslafötur séu í öllum klefum. Veggir eru út sparkaðir af drullu sem iðkendur nota til að hreinsa undan fótboltaskóm.

Úti svæðið er notað af sama virðingarleysi, varamannaskýlin og vellir eru vettvangur sóðaskapsins. Heyrt hef ég sögur um að erlendis þar sem íslenskir íþróttamenn hafa gengið um hefur svona umgengni verið höfð að umtalsefni. Það hefur þótt fréttnæmt þegar við Íslendingar erum fremstir meðal jafninga, tala ég ekki um framúrskarandi fótboltamenn og konur sem eru að gera það gott í útlöndum. Ekki viljum við að það sé fréttnæmt að íslenskir íþróttamenn og konur sé fremstir meðal jafningja þegar kemur að sóðaskap og framkomu íþróttafólks.

Er ekki komin tími til að þjálfarar og forráðamenn iðkenda opni augun fyrir þessum ljóta ágalla sem þetta er orðið, og taki þetta alvarlega. Hefur verið tekið á þessum málum með þjálfurum Hauka, en betur má ef duga skal. Ég vona að þessar fáu línur sem ég er að rita um þessi mál veki menn upp af Þyrnirósarsvefni og verði til þess að hugað verði að umgengnismálum íþróttafólks.

Bárður Jón Grímsson
Hafnarfirði
banner