fös 11.nóv 2016 21:00
Elvar Geir Magnússon
„Þarna lærðum við mest," sagði kunnur fótboltaþjálfari eitt sinn. Í tilfelli íslenska landsliðsins gæti þessi setning átt við Maksimir leikvanginn hér í Zagreb þriðjudaginn 19. nóvember 2013. Dagurinn sem við töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM.
Meira »
þri 08.nóv 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
![Hér varð hrun](/images/news/237000/237445/200w.jpg)
Íslenska landsliðið býr sig undir landsleikinn mikilvæga gegn Króatíu á æfingasvæði fornfrægs fótboltafélags, Parma á Ítalíu. Undirbúningurinn fyrir fyrsta leik undankeppninnar gegn Úkraínu var að mestu í Þýskalandi og er þetta því í annað sinn sem Ísland býr sig undir leik með þessum hætti.
Meira »
mán 07.nóv 2016 12:00
Frans Elvarsson
![Ef liðin í Pepsi-deildinni væru NFL lið](/images/news/230000/230128/200w.jpg)
Amerískur fótbolti er að fá fótfestu hér á landi og myllumerkið #nflisland er að verða sí vinsælla á samfélagsmiðlum eins og twitter. Fólk gætu verið í vangaveltum yfir með hvaða liði eigi að halda í amerískum fótbolta og því verður hér reynt að gefa færi á því hvaða liði væri hægt að halda með út frá því hvaða íslenska lið þú styður.
Meira »
fös 30.sep 2016 12:35
Þór Símon
![Sestu niður Rooney! - Upphitun fyrir enska](/images/news/205000/205761/200w.jpg)
Landsleikjahlé er framundan en fyrst fáum við eitt stykki umferð í enska boltanum. Besta sóknin mætir bestu vörninni og Rooney ætti áfram að sitja bara sem fastast á bekknum.
Meira »
fös 23.sep 2016 12:22
Þór Símon
![Bara sama gamla sagan? - Upphitun fyrir enska](/images/news/230000/230330/200w.jpg)
Spennandi helgi er framundan er ensku meistararnir mæta á Old Trafford og Arsenal mætir Chelsea. Liverpool þarf að rífa sig úr KSÍ gírnum, Við byrjum í Manchester.
Meira »
þri 20.sep 2016 14:40
Daníel Rúnarsson
![Skammtímagróði blindar langtímasýn KSÍ](/images/news/220000/220647/200w.jpg)
Í dag barst sú frétt að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi fyrir hönd sambandsins afþakkað boð EA Sports, framleiðanda FIFA leikjanna um að karlalandslið Íslands yrði á meðal landsliða í næstu útgáfu leiksins, FIFA 17. Geir segist hafa afþakkað boðið vegna þess að tilboð EA Sports um greiðslu hafi verið of lágt.
Meira »
lau 17.sep 2016 08:00
Aðsendir pistlar
- Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari MSc skrifar í tilefni af alþjóðadegi Sjúkraþjálfunar í síðustu viku.
Oft skýra þjálfarar slakt gengi, með miklum meiðslum. Málið er hins vegar það að þeir sem nota undirbúningstímabilin rétt og hafa góðan hreyfigrunn í liðleika og styrk eru síður líklegir að verða fyrir meiðslum. Með öðrum orðum, enginn er „óheppinn með meiðsli“, heldur skammta menn sér sjálfir sína heppni, með því að sinna líkamsþjálfun og endurheimt á réttan hátt.
Meira »
fös 16.sep 2016 15:15
Þór Símon
![Óþolandi og frábær - Upphitun fyrir enska](/images/news/207000/207639/200w.jpg)
Ný helgi er framundan í enska boltanum og hún hefst með sprengju á föstudagskvöldinu. Við byrjum á besta vini okkar allra, Diego Costa.
Meira »
mán 12.sep 2016 15:45
Elvar Geir Magnússon
![Glataðir laugardagar](/images/news/190000/190090/200w.jpg)
Ég hef farið á slatta af laugardagsleikjum í Pepsi-deildinni í gegnum tíðina. Allir leikirnir eiga það sameiginlegt að mætingin hefur verið döpur. Það er bara löngu sannað að laugardagar eru vondir dagar fyrir íslenska áhorfendur að mæta á völlinn. Sem betur fer er það ekki oft sem leikið er í efstu deild á þessum dögum.
Meira »
sun 04.sep 2016 14:10
Elvar Geir Magnússon
![Efasemdarraddir heyrast í Úkraínu](/images/news/230000/230368/200w.jpg)
Það hefur lent ansi oft á íslenska landsliðinu síðustu ár að mæta liðum sem eru nýkomin með nýjan þjálfara og eykur það flækjustigið fyrir okkar þjálfarateymi í undirbúningnum.
Hvað mun Andriy Shevchenko, nýr landsliðsþjálfari Úkraínu, bjóða upp á gegn Íslandi á morgun? Vonbrigðin á Evrópumótinu voru mikil hjá heimamönnum á meðan við böðuðum okkur í veislu sem aldrei mun gleymast.
Meira »
þri 30.ágú 2016 11:11
Aðsendir pistlar
![Fyrst tókum við EM - Núna tökum við HM](/images/news/222000/222454/200w.jpg)
Nú er rétt tæp vika í að undankeppni HM 2018 hefist hjá íslenska karlalandsliðinu. Fyrsti andstæðingur eru hinir óútreiknanlegu Úkraínumenn.
Meira »
mán 29.ágú 2016 17:10
Aðsendir pistlar
![Vörutalning eftir fyrstu umferðirnar í enska](/images/news/229000/229697/200w.jpg)
Jæja nú þegar þremur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni og fyrsta landsleikjahléið komið að þá er ágætt að taka smá vörutalningu!
Meira »
fim 25.ágú 2016 17:30
Aðsendir pistlar
![Bréf til allra knattspyrnuáhugamanna](/images/news/228000/228493/200w.jpg)
Góðan dag kæra knattspyrnufólk.
Í ljósi mjög neikvæðra skrifa í garð félaga sem þurfa að styrkja lið sín með útlendingum til að halda velli á meðal þeirra bestu langar mig að gefa ykkur gott fólk smá innsýn í starfsemi kvennaliðs ÍBV.
Meira »
þri 23.ágú 2016 18:00
Aðsendir pistlar
![Joe Hart og vandræði enskra markmanna](/images/news/230000/230166/200w.jpg)
Það hefur verið mikið rætt um Joe Hart eftir að Pep Guardiola, nýr þjálfari Manchester City, ákvað að velja Willy Caballero til að standa í rammanum í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.
Meira »
fös 05.ágú 2016 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
![Hvernig lítur framtíðin út hjá Íslandi? - Liðið eftir tíu ár](/images/news/227000/227494/200w.jpg)
Eftir frábæra frumraun á stórmóti á EM í Frakklandi er það spennandi að huga að framtíðinni hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hvað mun gerast í undankeppni HM er næsta spurningin, en við á Fótbolti.net höfum ákveðið að huga aðeins lengra fram í tímann.
Síðustu ár hafa verið mótunartími hjá landsliðinu. Eftir afleitt gengi undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og Ólafs Jóhannessonar var það ljóst að það var kominn tími á breytingar.
Meira »
þri 02.ágú 2016 18:00
Aðsendir pistlar
![Geðhvörfin bundu enda á drauma mína um atvinnumennsku](/images/news/226000/226873/200w.jpg)
Ég hef ákveðið að skrifa um minn íþróttaferil því ég finn að það er að verða vitundarvakning um andleg veikindi í landinu og fleiri eru að stíga fram sem mér finnst algjörlega frábært. Ég vona að enn fleiri komi fram í kjölfarið. Margir hafa eflaust spurt sig og aðra af hverju hinir og þessir náðu ekki lengra í íþróttinni sinni. Ég er nokkuð viss um andleg veikindi spili þar oft á tíðum stóra rullu. Það var allavega þannig hjá mér. Það er hægt að gera svo miklu miklu betur innan íþróttahreyfingarinnar að vinna með fólki sem finnur til andlegra veikinda sem byrjar oft þegar það er á unglingsaldri. Það er viðkvæmur aldur og ég upplifði ekki nægilega þekkingu í þessum efnum frá mínum liðum þegar ég var að byrja að veikjast og missa mína getu bæði í fótbolta og körfubolta.
Meira »
þri 26.júl 2016 18:30
Aðsendir pistlar
![Eru andleg veikindi tabú innan íþróttahreyfingarinnar?](/images/news/226000/226108/200w.jpg)
Ég hreifst með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á EM í Frakklandi. Að baki liggur þrotlaus vinna allra sem að liðinu starfa. Við eigum fleiri tæknilega góða fótboltamenn en áður. Það er eitthvað sem segir mér að það sé vel hugsað um andlega þáttinn í kringum landsliðið. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir menn um víða veröld að komast til botns í því hvernig 330.000 manna þjóð hafi komist í 8 liða úrslit og slegið út England sanngjarnt. Ætla að fjalla um andleg veikindi innan íþróttahreyfingarinnar- og/eða félaganna. Ekki sem stóra sannleik heldur eins og mín upplifun er í dag og deili reynslu míns knattspyrnuferils.
Meira »
fim 21.júl 2016 14:00
Ingólfur Sigurðsson
![Ekki vöntun á efnilegum íslenskum leikmönnum](/images/news/217000/217196/200w.jpg)
Það er gaman að sjá þegar erlendir leikmenn koma til landsins og setja mark sitt á efstu deild karla. Það eykur gæði deildarinnar og íslenskir leikmenn verða enn betri við að æfa með góðum mönnum.
Meira »
lau 09.júl 2016 12:05
Magnús Þór Jónsson
![Höldum ævintýrinu áfram](/images/news/222000/222308/200w.jpg)
Í dag eru liðnir 5 dagar síðan "Strákarnir okkar" lentu á skerinu okkar góða og keyrðu í opnum strætó niður á Arnarhól þar sem þeim var fagnað af tugum þúsunda Íslendinga sem þökkuðu þeim á faglegan hátt fyrir skemmtunina sem þeir veittu okkur samlöndum sínum í Frakklandi.
Að sjálfsögðu vorum við öll og erum rífandi stolt af frammistöðu liðsins sem hefur varpað nýju ljósi á íslenska knattspyrnu og í raun allt okkar samfélag. Eins og Heimir lýsti svo réttilega þá hefur árangurinn breytt ásjónu íþróttarinnar á ÍSlandi og í því felast bæði tækifæri og ákveðnar ógnir.
Það er auðvitað vert að skoða - en það langar mig ekki að gera núna.
Mig langar meira til að skora á okkur öll að halda ævintýrinu áfram!
Meira »
þri 05.júl 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon
![Met féllu - Takk kærlega fyrir okkur!](/images/news/222000/222892/200w.jpg)
Í dag er nákvæmlega mánuður síðan ég og Hafliði Breiðfjörð flugum með strákunum okkar á Evrópumótið í Frakklandi. Það er vel við hæfi að ég sitji hér á flugvellinum í París og skrifa þennan pistil meðan ég bíð eftir að flogið verði með okkur heim.
Meira »