Spennandi helgi er framundan er ensku meistararnir mæta á Old Trafford og Arsenal mætir Chelsea. Liverpool þarf að rífa sig úr KSÍ gírnum, Við byrjum í Manchester.
Man Utd & Jose Mourinho
„Við áttum slæma viku. Fótboltinn er fullur af Einsteinum og ég veit að sumir fótbolta Einsteinar reyndu að eyða 16 árum af ferli mínum. Þeir reyna að eyða 16 árum af ferlinum mínum, þeir reyna að eyða ótrúlegri sögu Manchester United og einblína á slæma viku með þremur slæmum úrslitum. En þannig er fótbolti. Hann er fullur af Einstein-um.”
Ég er einn af þessum wannabe Einstein-um. Ég segi og skrifa margt misgáfulegt. Stundum hitti ég naglann á höfuðið og stundum tala ég tóma steypu. Ég ætla ekki að þykjast vita meira um fótbolta en Mourinho. Hann hefur unnið bókstaflega allt og þó svo mér líki ekkert sérstaklega vel við hann væri það heiður ef ég fengi að sleikja skóna hans. Handaband væri hinsvegar eftirsóttara.
En það þýðir ekki að hann sé yfir gagnrýni hafinn. Man Utd átti skelfilega viku. Ég er örugglega ekki sá eini sem fékk deja vu tilfinninguna og leið eins og ég væri að horfa á endurtekið efni frá síðustu leiktíð með sömu gömlu spurningunum sveimandi yfir mér.
Af hverju byrjar Fellaini alla leiki? Af hverju er ennþá verið að troða Rooney í byrjunarliðið?
Að þessu leiti hefur Móri valdið mér vonbrigðum. Ég bjóst við að þessi massa karakter myndi mæta með sprengju til rauðu djöflanna. Að þarna væri mættur maður sem myndi ekki sætta sig við neina meðalmennsku og væri með pung til að gera það sem Moyes og LVG gátu ekki,en hingað til hefur þetta bara verið meira af því sama.
Ég vil undirstrika það að ég er ekki að afskrifa kauða. Tímabilið er nýbyrjað og Róm var ekki byggð á einum degi og allt það. En tapi liðið um helgina á heimavelli gegn Leicester þá getum við svo sannarlega byrjað að hafa áhyggjur.
Liverpool
Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur, Liverpool er stórfurðulegt lið. Eina stundina er liðið að pakka saman Arsenal, Chelsea eða Leicester og svo skyndilega tapar liðið gegn Burnley. Liverpool er nefnilega pínulítið eins og Knattspyrnusamband Íslands.
Íslenska landsliðið fer alla leið í 8-liða úrslit EM á meðan stelpurnar tryggja farseðilinn sinn til Hollands næsta sumar og hvað gerir KSÍ? Synjar tilboði um að vera í FIFA 17. Þvílík vonbrigði.
Ekki vera eins og KSÍ um helgina, Liverpool. Í guðanna bænum, klárið dæmið og vinnið Hull.
Annars er það alltaf þetta næsta ár-næsti leikur, ekki satt?
Man City
Fimm leikir. Fimm sigrar. 15 mörk. Pep Guardiola virðist alveg vita hvað hann er að gera. Svona ef einhver var að efast um það.
Að öllu gamni slepptu þá hefur Manchester City spilað óaðfinnanlegan fótbolta það sem af er. Eftir fimm leiki í Úrvalsdeildinni eru aðeins fjórir leikmenn sem hafa bæði skorað og lagt upp meira en eitt mark. Einn þeirra er Santi Cazorla hjá Arsenal sem hefur einungis skorað úrvítaspyrnum og hinir þrír eru Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og Iheanacho. Þeir hafa allir átt beinan þátt að fimm mörkum.
Þeir hafa í einu orði sagt verið magnaðir og ég er hálf óttaslegin fyrir hönd Gylfa og félaga í Swansea fyrir leik liðanna um helgina.
Stoke City & Mark Hughes
Í fyrstu fimm leikjum tímabilsins hefur Stoke fengið á sig fjögur mörk í þremur mismunandi leikjum og situr á botni deildarinnar með 11 mörk í mínus. Til samanburðar er næst versta markatala deildarinnar sex mörk í mínus.
Þetta er líka ekki bara eitthvað tímabundið slys. Á seinni hluta síðasta tímabils fékk Stoke á sig 36 mörk en einungis Aston Villa fékk á sig fleiri. Í apríl sl. fékk liðið á sig fjögur mörk í þremur leikjum í röð.
Það er ákveðið minnstur að myndast og Mark Hughes stefnir ansi hratt í átt að atvinnuleit.
Tony Pulis
Tony Pulis mætir á gamla heimavöllinn sinn um helgina og honum myndi líklega ekki leiðast að pakka saman gömlu félögum sínum gegn þjálfaranum sem átti loksins að bjarga Stoke frá leiðinlegu Pulis knattspyrnunni.
Pulis knattspyrna ER leiðinleg en eftir að hafa séð liðið sitt skora fjögur síðustu helgi þá getur Tony keypt sér smá tíma með öðrum leik þar sem liðið nær að skora alvöru fótboltamörk. Það er alls ekki algengt ef það var ekki ljóst.
Tottenham
Velkominn til baka Mousa Dembele. Þegar hann spilar vel þá spilar Tottenham vel. Ég veit, klisja, en satt engu að síður. Hann er einfaldlega einn besti miðjumaður deildarinnar.
Ekki pota aftur í augað á einhverjum, Dembele. Tottenham má ekki við því.
Everton
Ronald Koeman og félagar í Everton eru líklega með auðveldustu byrjun tímabilsins. Liðið hefur mætt Tottenham, Stoke, WBA, Sunderland og Middlesbrough en ólíkt því sem hefði gerst undir stjórn Roberto Martinez, þá erliðið búið að nýta sér það í botn.
13 stig af 15 mögulegum, annað sætið, einn heitasti framherji Evrópu og um helgina mætir liðið Bournemouth. Ég held það sé ekki leiðinlegt að vera Everton maður þessa daganna.
Arsenal
Arsenal virðist vera að finna taktinn eftir erfiða byrjun. 22 mismunandi leikmenn byrjuðu síðustu tvo leiki liðsins gegn Hull og Nottingham Forest sem enduðu 4-1 og 4-0.
Sagan hinsvegar segir að Arsenal hefur heilt yfir átt erfitt í stóru leikjunum og það er einmitt einn slíkur á dagskrá um helgina er Chelsea mætir í heimsókn á Emirates völlinn.
Ein helsta spurningin yfir Arsenal þessa daganna er hver kemur til með að byrja á miðjunni.
Má ég mæla með Granit Xhaka? Bara...þú veist…af því bara.
— Ahmed (@Ahmed91Gooner) September 21, 2016
♫ Walking In A Xhaka Wonderland ♫ pic.twitter.com/wf3F4iQsmG
Chelsea
Það væri mikilvægt fyrir Chelsea að ná sér aftur á strik eftir tapið gegn Liverpool. Varnarleikurinn hefur verið í algjöru tjóni og ég öfunda Conte ekki í eina mínútu fyrir að þurfa að þétta hana með Gary Cahill, Ivanovic og David Luiz alla í sömu varnarlínu.
Hann hefur reyndar Ngolo Kante sem myndi auðvelda alla við vinnu sína hvort sem hún væri á knattspyrnuvellinum eða einhverstaðar allt annarstaðar.
Leicester City
Ég hef enn ekki hugmynd hvaða væntingar ég á að hafa fyrir Leicester í vetur. Meistaradeildarsæti, Evrópusæti, topp 10?
Ég hef ekki glóru. Ég veit bara að ég er helvíti spenntur að sjá ensku meistarana á Old Trafford um helgina.
David Moyes
Fimm leikir og fjögur töp er ekki byrjunin sem David Moyes hafði í huga er hann tók við Sunderland. Ok, við skulum gefa Moyes það að þetta lið er hálf ónýtt og ómögulegt,en Moyes átti í það minnsta að þétta varnarleikinn og gera Sunderland að liði sem myndi gera líf andstæðingsins eins erfitt og mögulegt er.
Hingað til hefur það alls ekki verið rauninn. Sunderland hefur fengið á sig níu mörken einungis skorað þrjú. Ef Moyes nær ekki snúa þessu gengi fljótlega við,bíður Sunderland enn eitt tímabilið þar sem þaðberst fyrir lífi sínu.
Slaven Bilic
Það er ekki bara Mark Hughes sem þarf mögulega að finna sér nýtt starf fljótlega. Byrjun West Ham á tímabilinu hefur einfaldlega verið ÞAÐ léleg að það getur hreinlega ekkert annað verið en Slaven Billic þurfi einnig að fara að líta í kringum sig.
Að fá á sig fjögur mörk gegn Tony Pulis liði er í raun nægilega góð ástæða til að reka hvern sem er.
Jordan Henderson
Í alvöru, Hendo. Hvaðan í fjandanum kom þetta?
Meira svona takk!
— Anfield Express (@AnfieldExpress) September 16, 2016
A sensational goal from Jordan Henderson! #LFC pic.twitter.com/UsBPU9FI0S
Wayne Rooney
Afhverju ætti Rooney að fá sér sæti á bekknum?
Er það ekki augljóst? Herrera bíður spenntur eftir tækifærinu.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir