Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 07. nóvember 2016 12:00
Frans Elvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ef liðin í Pepsi-deildinni væru NFL lið
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
FH = New England Patriots.
FH = New England Patriots.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan = New York Giants
Stjarnan = New York Giants
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KR = Seattle Seahawks
KR = Seattle Seahawks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik = Green Bay Packers.
Breiðablik = Green Bay Packers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. = Dallas Cowboys.
Víkingur R. = Dallas Cowboys.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA = Denver Broncos.
ÍA = Denver Broncos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV = San Diego Chargers
ÍBV = San Diego Chargers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amerískur fótbolti er að fá fótfestu hér á landi og myllumerkið #nflisland er að verða sí vinsælla á samfélagsmiðlum eins og twitter. Fólk gætu verið í vangaveltum yfir með hvaða liði eigi að halda í amerískum fótbolta og því verður hér reynt að gefa færi á því hvaða liði væri hægt að halda með út frá því hvaða íslenska lið þú styður.

Fyrr á árinu kom út grein frá ESPN þar sem þeirri spurningu var velt fram ef að uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum væri NFL lið, hvaða lið væri það?

Upp kom sú hugmynd að slíkt hið sama væri hægt að gera með lið í Pepsi-deildinni og hér er gerð tilraun til þess að líkja liðunum saman. Líkindi á milli liðanna er vissulega mis mikill og einhverjir gætu verið ósammála en vonast er til að lesendur geti haft gaman að og þessi samanburður er einungis til gamans gerður.

FH = New England Patriots
FH-ingar eru með Heimi Guðjóns sem er búinn að vera hjá félaginu í 14 ár sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og þjálfari. New England Patriots eru búnir að vera með Bill Belichick sem aðalþjálfara síðustu 16 ár. Bæði lið sigursæl undanfarin ár, New England Patriots hafa unnið fjórar Ofurskálar (e. Superbowls) og sá fyrsti í sögunni vannst 2001 á meðan FH hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í átta skipti og sá fyrsti kom 2004. Þá er New England með Tom Brady sem vann með þeim fyrsta titilinn í sögu liðsins árið 2002 og alla sem síðan fylgdu í kjölfarið en hann er enn leikstjórnandi hjá þeim í dag og talinn einn sá allra besti í NFL deildinni. Þá er FH er með Atla Viðar Björnsson sem var í hópnum sem vann fyrsta titil FH árið 2002 þar sem hann skoraði 6 mörk það tímabilið en hann er líka enn að og varð meistari í ár ásamt því að skora 7 mörk.

Stjarnan = New York Giants
Bæði lið spila í bláu, hafa yfir öflugum leikmannahóp að skipa og eru stjörnur Giants m.a. þeir Eli Manning og Odell Beckham Jr. en hann er jafnframt ein stærsta stjarna NFL deildarinnar. Stjarnan átti slakt ár 2015 eftir magnaðan titilsigur árið áður og voru öflugir í ár. Giants unnu Superbowl árið 2007, síðan var ekkert að frétta hjá þeim, unnu síðan aftur 2011 en síðan aftur ekkert verið að frétta. Báðum liðið skrikað aðeins fótur en það var bara 1 ár í skrik hjá Stjörnunni miðað við 4 ár hjá Giants. Gætu komið sterkir inn á næstunni þó. Öflugur hópur hjá Giants og umgjörðin gerist varla betri á nýlegum MetLife leikvangi þeirra sem tekur um 82.000 manns í sæti. Stjarnan er einnig með nokkuð nýlegt knattspyrnusvæði og stúku og umgjörðin flott hjá báðum liðum. Ná þó ekki að taka 82.000 manns í sæti.

KR = Seattle Seahawks
Þú elskar eða hatar KR og sömu sögu er að segja um Seattle Seahawks. Seattle Seahawks hefur gengið vel undanfarin ár þó þeir hafi einungis unnið Superbowl í eitt skipti árið 2013 og skarta því ekki jafn glæstri sögu og KR. Vörnin hjá Seahawks er kölluð „Legion of Boom“ sem ég ætla hér með að þýða á íslensku sem „Hersveit reiðarslags“ en vörnin hlaut það viðurnefni þegar að hún var síendurtekið efst á listum yfir varnartölfræði í NFL deildinni. Sagan á bak við þetta viðurnefni er skemmtileg og hvet ég lesendur til að kynna sér hana. KR fengu á sig 20 mörk í deildinni á nýliðnu tímabili, fæst allra liða ásamt Breiðablik og vörnin hjá KR-ingum greinilega líka sterk og spurning hvort að viðurnefnið „Hersveit reiðarslags“ gæti fest við vörn þeirra svarthvítu. Ég vona það.

Fjölnir = Oakland Raiders
Það hefur ekkert verið að frétta hjá Oakland undanfarin ár og sama mætti segja um Fjölni áður en þeir komust fyrst upp í úrvalsdeild 2008. Raiders hefur að vísu unnið þrjár Ofurskálar en síðasti titill var fyrir 36 árum og síðan þá hafa þeir þótt öllu óviðkomandi í NFL deildinni. En Raiders virðast vera að byggja upp ungt og spennandi lið með leikstjórnandann Derek Carr í fararbroddi. Þá er Fjölnir með nokkra öfluga unga leikmenn sem gætu orðið stór hluti af framtíð Fjölnis.

Valur = Arizona Cardinals
Bæði lið spila í rauðum búningum og bæði lið voru með þeim fyrstu sem voru stofnuð í sinni deild. Undanfarin ár hafa verið mögur hjá báðum liðum en með tilkomu nýrra þjálfara þ.e. Ólafs Jóhannessonar hjá Val (gamall refur) og Bruce Arians hjá Cardinals (líka gamall refur) virðist vera að réttast úr kútnum. Þá er Cardinals með einn mikilvægasta leikmann deildarinnar í hlauparanum David Johnson sem hrúgar inn stigum í Fantasy deildum vestanhafs og þá var Valur með Kristinn Frey Sigurðsson sem var orðinn staðalbúnaður í Fantasy liðum Íslendinga á nýliðnu tímabili

Breiðablik = Green Bay Packers
Bæði lið spila í grænum búningum, Green Bay vann seinast Superbowl árið 2010 eða sama ár og Breiðablik varð fyrst Íslandsmeistari. Hvorug lið hafa unnið neitt síðan. Bæði lið vilja spila fallegan bolta og það er fagurfræðilega fullnægjandi að horfa á einn besta leikstjórnandann í NFL, Aaron Rodgers, spila „fótbolta“. En sem dæmi um fallegt mark sem Breiðablik vill skora á hverju tímabili væri hentugt að leita til ársins 2010 þegar Alfreð Finnbogason lék á hvern KR-inginn af fætur öðrum í Frostaskjóli og gaf á Kristinn Steindórsson sem þræddi boltanum í gegnum KR vörnina líkt og snæri í gegnum nálarauga, á Hauk Baldvinsson sem lagði hann framhjá þó óvæntum Lars Ivar Moldskred í marki KR. En Aaron Rodgers leikstjórnandi Green Bay er virkilega útsjónarsamur í að sjá fyrir sendingar og sendingaleiðir og sagan segir að hann hafi jafnvel séð fyrir bréfa-sendingar Malínar Brand og Hlínar Einars til Sigmunds Davíðs á sínum tíma, svo góður sé hann. Sel það þó ekki dýrara.

Víkingur R. = Dallas Cowboys
Dallas Cowboys voru einu sinni afskaplega góðir og en hafa átt döpur ár undanfarið. Hefur verið líkt við Liverpool ef það ætti að líkja þeim við lið í ensku deildinni. Víkingur á flotta sögu en seinustu ár hafa verið upp og niður. Þó er Dallas búið að standa sig hvað best i NFL deildinni í ár og Víkingur búnir að festa sig vel í sessi í úrvalsdeildinni og stefna á Evrópusætisbaráttu á næsta/u tímabili/um. Einn heitasti leikmaðurinn í NFL deildinni í ár er hlauparinn Ezekiel Elliott, nýkominn úr háskólaboltanum og er nýliði (e. Rookie) í deildinni og er efnilegur sem er ekki ólíkt gengi Óttars Magnúsar Karlssonar sem vakti mikla athygli á nýafstöðnu tímabili þegar hann byrjaði að raða inn mörkum.

ÍA = Denver Broncos
Bæði lið með glæsta sögu og þá er Denver Broncos er með eina sterkustu vörnina sem fyrirfinnst í NFL deildinni en það hefur verið eitt af aðalsmerkjum ÍA undanfarin ár og sérstaklega á nýliðnu tímabili þar sem talað var um að áhersla skuli vera á vörnina. Broncos hafa innanborðs varnarmann sem heitir Von Miller og var valinn MVP í síðasta Superbowl leik sem var leikinn. Stundum kallaður „The Von-ster“ sem er leikur að orðinu skrímsli á ensku (e. Monster). ÍA útgáfan af Von Miller er Hornfirðingurinn Ármann Smári Björnsson „sem vinnur í iðnaðinum hjá Norðurál í hádeginu meðan KR er á æfingu“ eins og Hrafnhildur Agnarsdóttir markvörður KR-ingakomst að orði um miðvörðinn í sumar. Stundum kallaður Manni. Hér eftir líklega kallaður „Mann-ster“? Síðan þegar Broncos vantar snertimörk (e. Touchdown) leita þeir oft í „útherjann“ (e. Wide Receiver) Demariyus Thomas á endasvæðinu og hann klárar sóknirnar fyrir þá. Sem er ekkert ósvipað og ÍA gerir þegar þeir leita að Garðari Gunnlaugs inn í teig.

ÍBV = San Diego Chargers
Stundum er erfitt að finna líkindi með liðum en það hefur verið óstöðugleiki í báðum liðum. San Diego vita ekki hvort þeir verði áfram í San Diego eða þurfi að flytja til Los Angeles á næstunni og það er ósætti með hvort eigi að byggja nýjan völl hjá þeim. ÍBV gengur í gegnum þjálfaraskipti í enn eitt skiptið, einhver rót innan stjórnar og smávegis óvissa hefur verið í gangi. San Diego stærir sig af leikstjórnandanum Philip Rivers sem er hátt metinn í NFL deildinni líkt og ÍBV getur gortað sig af sínum leikstjórnendum á miðjunni, þeim Pablo Punyed og Sindra Snæ Magnússyni

Víkingur Ó. = Tampa Bay Buccaneers
Víkingur frá Ólafsvík hefur alltaf verið litla liðið á Vesturlandi og svolítið verið í skugganum af ÍA. Buccaneers hefur síðustu áratugi verið í skugganum af Miami Dolphins. Þó komu þeir mörgum á óvart í fyrra t.d. með að vinna leiki sem þeir áttu alls ekki að vinna og það gerði Víkingur líka þegar þeir komust upp í úrvalsdeild í fyrra. Þó að það hafi að vísu verið sannfærandi þegar þeir fóru upp þá er alltaf óvænt þegar lítil lið utan af landi komast í deild þeirra bestu.

Fylkir = Chicago Bears
Það er erfitt að finna líkindi með öllum liðunum en Chicago Bears hafa verið lítið í sviðsljósinu undanfarin ár og hafa nokkurn veginn syglt lygnan sjó, ekki verið arfaslakir en alls ekki óstöðvandi vígi heldur. Undanfarin ár hjá Fylki hafa verið svolítið svoleiðis. Því miður fyrir Fylki þá er hægt að falla úr Pepsi-deildinni á meðan það eru sömu 32 liðin sem keppa í NFL deildinni og því geta Chicago aldrei fallið.

Þróttur = Cleveland Browns
Því miður var gengi Þróttar ekki nógu gott á nýliðnu tímabili og margir slæmir ósigrar litu dagsins ljós. Það kemur því miður í þeirra hlut að vera líkt við Cleveland Browns sem er eina liðið þegar þetta er skrifað sem hefur ekki sigrað leik í NFL deildinni í ár. Ljósið í myrkrinu er útherjirn Terrelle Pryor hjá Cleveland sem er að standa sig vel sem væri hægt að líkja við Dion Acoff kantmann Þróttar sem sýndi skemmtilega takta oft á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner