þri 26.júl 2016 18:30
Aðsendir pistlar

Ég hreifst með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á EM í Frakklandi. Að baki liggur þrotlaus vinna allra sem að liðinu starfa. Við eigum fleiri tæknilega góða fótboltamenn en áður. Það er eitthvað sem segir mér að það sé vel hugsað um andlega þáttinn í kringum landsliðið. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir menn um víða veröld að komast til botns í því hvernig 330.000 manna þjóð hafi komist í 8 liða úrslit og slegið út England sanngjarnt. Ætla að fjalla um andleg veikindi innan íþróttahreyfingarinnar- og/eða félaganna. Ekki sem stóra sannleik heldur eins og mín upplifun er í dag og deili reynslu míns knattspyrnuferils.
Meira »
fim 21.júl 2016 14:00
Ingólfur Sigurðsson

Það er gaman að sjá þegar erlendir leikmenn koma til landsins og setja mark sitt á efstu deild karla. Það eykur gæði deildarinnar og íslenskir leikmenn verða enn betri við að æfa með góðum mönnum.
Meira »
lau 09.júl 2016 12:05
Magnús Þór Jónsson

Í dag eru liðnir 5 dagar síðan "Strákarnir okkar" lentu á skerinu okkar góða og keyrðu í opnum strætó niður á Arnarhól þar sem þeim var fagnað af tugum þúsunda Íslendinga sem þökkuðu þeim á faglegan hátt fyrir skemmtunina sem þeir veittu okkur samlöndum sínum í Frakklandi.
Að sjálfsögðu vorum við öll og erum rífandi stolt af frammistöðu liðsins sem hefur varpað nýju ljósi á íslenska knattspyrnu og í raun allt okkar samfélag. Eins og Heimir lýsti svo réttilega þá hefur árangurinn breytt ásjónu íþróttarinnar á ÍSlandi og í því felast bæði tækifæri og ákveðnar ógnir.
Það er auðvitað vert að skoða - en það langar mig ekki að gera núna.
Mig langar meira til að skora á okkur öll að halda ævintýrinu áfram!
Meira »
þri 05.júl 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon

Í dag er nákvæmlega mánuður síðan ég og Hafliði Breiðfjörð flugum með strákunum okkar á Evrópumótið í Frakklandi. Það er vel við hæfi að ég sitji hér á flugvellinum í París og skrifa þennan pistil meðan ég bíð eftir að flogið verði með okkur heim.
Meira »
sun 03.júl 2016 12:43
Venni Páer

Það gleður mig að tilkynna að samningar hafa tekist við Frakka. Upphaflega hugmynd mín um að
samið yrði um 1-0 sigur Íslendinga án þess að leikurinn yrði spilaður varð þó ekki lendingin þar sem Frakkarnir vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð og fannst líka óþægilegt að þurfa að endurgreiða þá miða sem þegar höfðu selst. Nú rétt fyrir hádegi náðust að lokum samningar um 2-1 sigur Íslands og að leikið yrði í 7 manna liðum í 2x15 mínútur, en sá leiktími ætti að nýtast íslenska liðinu vel sem æfing fyrir framlenginguna gegn Þjóðverjum í næsta leik.
Meira »
fim 30.jún 2016 14:26
Venni Páer

Sæll Aron. Ég skrifa þér þar sem þú ábyrgðaraðili drengjanna í liðinu og átt sem slíkur að fá öll mikilvæg skilaboð fyrstur manna. Þar sem við erum báðir leiðtogar ættum við að skilja hvorn annan og því ætla ég ekki að flækja hlutina heldur vinda mér beint að efninu og tala hreint út án málalenginga eða útúrsnúninga sem mér hættir stundum til að gera þegar mikið liggur undir eða jafnvel þegar ekki svo mikið liggur undir og ég festist bara í einhverri langri setningu sem ég á erfitt með að koma mér útúr á eðlilegan hátt.
Meira »
fim 23.jún 2016 09:10
Elvar Geir Magnússon

Drulluþreyttur og ringlaður en með sálina svo tindrandi bjarta sit ég í lest ásamt öðrum íslenskum íþróttafréttamönnum sem fylgja íslenska landsliðinu eftir í Frakklandi. Við erum á leið aftur heim til Annecy, í fallega bæinn við alpana þar sem strákarnir okkar hafa sitt aðsetur.
Meira »
mán 13.jún 2016 07:30
Elvar Geir Magnússon

Í dag er ferðadagur hjá íslenska landsliðinu, framundan leikur gegn Portúgal á fallegu þriðjudagskvöldi í námuborginni Saint-Etienne. Liðið fer í rútuferð frá fjallasælunni í Annecy. Fjarlægðin er svipuð og frá Reykjavík og í Staðarskála. Þetta er stysta ferðin hjá strákunum okkar sem fara í flugi í hina tvo leiki riðilsins.
Meira »
þri 07.jún 2016 13:15
Elvar Geir Magnússon

Þegar kvikmyndin um David Beckham verður gerð mun eitt magnaðasta atriði hennar klárlega tengjast rauða spjaldinu sem hann fékk þriðjudaginn 30. júní 1998.
Þessi ein frægasta brottvísun fótboltasögunnar kom á HM í Frakklandi og var leikvangurinn Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne. Sami leikvangur og mun hýsa fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti, leikinn gegn Portúgal eftir viku.
Meira »
mið 01.jún 2016 10:45
Björn Már Ólafsson

Þá er komið að því að setja saman lið ársins í Serie-A. Fimmta tímabilið í röð stakk Juventus af með Lo Scudetto og það þýðir að í fimmta skiptið mun ég fá athugasemdir við að ég sé ekki með allt Juventus-liðið í liði ársins. En sem endranær ætla ég að reyna að hafa þetta fjölbreytt og hafa líka í liðinu leikmenn úr minni liðum sem stóðu uppúr á tímabilinu.
Meira »
mið 01.jún 2016 07:30
Elvar Geir Magnússon

Ísland á tvo vináttulandsleiki eftir fram að Evrópumótinu. Það eru þrettán dagar í að flautað verði til leiks Íslands og Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard.
Meira »
þri 31.maí 2016 12:35
Elvar Geir Magnússon
„Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.
Meira »
mið 25.maí 2016 14:00
Björn Berg Gunnarsson

Business and Football ráðstefnan var haldin í Hörpu um daginn að frumkvæði Ramón Calderón, fyrrum forseta Real Madrid. Meðal þess sem mikið var rætt um á ráðstefnunni og EM kvöldinu í kjölfarið voru möguleikar Íslands á Evrópumótinu í sumar. Eins og frægt er orðið reyndi David Moyes að stilla væntingum okkar í hóf en öllu meiri undirtektir fengu orð rithöfundarins og blaðamannsins John Carlin.
Meira »
mán 16.maí 2016 23:33
Elvar Geir Magnússon

Fyrirsögnin er tilvísun í einn dáðasta son Árbæjar, landsliðsmiðvörðinn Ragnar Sigurðsson.
„Hvað ætli sé að í Árbænum? Nei mér dettur ekkert i hug..." skrifaði Ragnar, sem lætur alla jafna lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum, á Twitter í kvöld eftir að Fylkir tapaði 0-3 fyrir ÍBV á heimavelli.
Meira »
fim 12.maí 2016 19:10
Þórður Már Sigfússon

Á mánudaginn, sama dag og lokahópur íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi var tilkynntur, birtist frétt á heimasíðu enska 1. deildarliðsins Wolves þess efnis að samningur félagsins við Björn Bergmann Sigurðarson yrði ekki endyrnýjaður.
Meira »
þri 03.maí 2016 11:40
Hallbera Guðný Gísladóttir

Ég veit ekki afhverju en fyrir ári síðan settist ég fyrir framan tölvuna og skrifaði “pistil” um kvennaknattspyrnu. Ég hef aldrei áður sest niður og skrifað pistil en mér fannst ég verða að tjá mig. Mig langaði rosalega mikið til þess að birta hann en svo nennti ég eiginlega ekki að standa í því. Nennti ekki að heyra í þeim sem eru ósammála og nennti ekki að standa í því að þurfa að svara fyrir mig. Fannst þetta líka bara asnalegt. Mér finnst voða gott þegar aðrir nenna að tjá sig en sleppi því oftast sjálf, finnst gaman að lesa umræðuna og fylgjast með en tek engan sérstakan þátt. Ég er að fara 100% útfyrir þægindaramman minn með því að henda þessu á netið en ég ber ábyrgð sem afrekskona í íþróttinni að láta heyra í mér. Það er ekki alltaf hægt að treysta á að aðrir vinni verkið fyrir mann. Eftir að hafa fylgst með þeirri frábæru umfjöllun sem Dominos deild karla OG kvenna fékk, finnst mér þessi pistill eiga vel við í dag, þrátt fyrir að vera orðin ársgamall. (Sérstaklega í ljósi þess að ég á von á því að pepsi deild kvenna verði mjög spennandi í ár, mögulega aldrei verið sterkari)
Meira »
fös 04.mar 2016 10:00
Þorkell Máni Pétursson

Þegar ég heyri setninguna „fótbolti er fyrir alla” get ég ekki neitað því að ælan byrjar að spítast úr munnvikum mínum.
Meira »
mán 15.feb 2016 08:35
Þórður Már Sigfússon

Það vakti nokkra athygli þegar fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson gagnrýndi í síðasta mánuði þá stöðnun sem hefur átt sér stað í uppbyggingu á innviðum stærsta og sigursælasta félagsliðs Íslandssögunnar, Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Meira »
fim 04.feb 2016 12:30
Aðsendir pistlar

Þeir sem þekkja mig vita að ég er vægast sagt knattspyrnuóður. Er þessi týpa af stuðningsmanni sem mætir að horfa á æfingaleiki og æfingarmót í janúar - febrúar þegar knattspyrnan minnir meira á boccia mót á Grund heldur en knattspyrnuna sem boðið er upp á í sjónvarpi landsmanna.
Meira »
fim 04.feb 2016 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson

Ég segi alltaf móttaka á undan sendingu af þeirri einföldu ástæðu að ef móttakan er góð er auðveldara að senda.
Meira »