Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. júlí 2016 12:43
Venni Páer
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Samningar í höfn
Venni Páer
Venni Páer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gleður mig að tilkynna að samningar hafa tekist við Frakka. Upphaflega hugmynd mín um að samið yrði um 1-0 sigur Íslendinga án þess að leikurinn yrði spilaður varð þó ekki lendingin þar sem Frakkarnir vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð og fannst líka óþægilegt að þurfa að endurgreiða þá miða sem þegar höfðu selst. Nú rétt fyrir hádegi náðust að lokum samningar um 2-1 sigur Íslands og að leikið yrði í 7 manna liðum í 2x15 mínútur, en sá leiktími ætti að nýtast íslenska liðinu vel sem æfing fyrir framlenginguna gegn Þjóðverjum í næsta leik.

Ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að ráða íslending sem sinn aðal samningamann kom okkur í opna skjöldu en sem betur fer kom í ljós að þetta tromp þeirra var Svavar Gestsson og því var eftirleikurinn auðveldur. Hans helsta baráttumál um að þrjár hornspyrnur jafngiltu víti náði ekki hljómgrunn en í staðin var samið um að franska liðið fengi 5 mínútum lengri hálfleik en það íslenska.

Þessum fyrsta alþjóðlega samning mínum hef ég ákveðið að fylgja eftir með því að vera viðstaddur sigurleikinn í kvöld og mun svo hugsanlega stjórna teygjum í sturtunni að leik loknum.

Kveðja Venni Páer

Facebook síða Venna Páer 

Sjá einnig:
Eldri pistlar Venna Páer
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner