Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 16. september 2016 15:15
Þór Símon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Óþolandi og frábær - Upphitun fyrir enska
Þór Símon
Þór Símon
Diego Costa getur verið óþolandi
Diego Costa getur verið óþolandi
Mynd: Getty Images
Liverpool er óútreiknanlegt lið
Liverpool er óútreiknanlegt lið
Mynd: Getty Images
Sanchez er ekki framherji
Sanchez er ekki framherji
Mynd: Getty Images
Wes Morgan og Robert Huth sakna Ngolo Kante
Wes Morgan og Robert Huth sakna Ngolo Kante
Mynd: Getty Images
Móri átti ekki sína bestu viku
Móri átti ekki sína bestu viku
Mynd: Getty Images
Harry Kane verður að reima á sig skotskóna sem allra fyrst
Harry Kane verður að reima á sig skotskóna sem allra fyrst
Mynd: Getty Images
Ný helgi er framundan í enska boltanum og hún hefst með sprengju á föstudagskvöldinu. Við byrjum á besta vini okkar allra, Diego Costa.

Diego Costa 
Eftir fjóra leiki er Costa kominn með fjögur mörk og fjögur gul spjöld. Í þokkabót hefði hann líklega átt skilið að fá rautt spjald í tveimur þessara leikja og í bæði skiptin endaði hann á að skora sigurmark leiksins.

Ég viðurkenni fúslega að hann fer oft viðbjóðslega í taugarnar á mér. Maðurinn hefur fundið einhverja formúlu sem gerir honum kleift að reyna á þolmörk allra í kringum sig; fá spjald, fiska spjald á mótherja og troða svo sigurmarki í trýnið á þeim og allt á einungis 90 mínútum. Hann gjörsamlega lifir fyrir það að gera alla í kringum sig ógeðslega pirraða. Bókstaflega allir varnarmenn og öll lið hata að mæta honum og þess vegna elska stuðningsmenn Chelsea hann. Þess vegna virkar hann.

Costa er fáviti og fantur en það er einmitt það sem hann vill vera. Hann mun fá alltaf fá bann hér og þar en þess á milli mun hann gefa þér einmitt það sem þú vilt, fullt af fótboltamörkum. 

Djöfull er maðurinn pirrandi góður.

Liverpool
Liverpool er stórskemmtilegt fyrirbæri og er satt að segja líklega skemmtilegasta lið. Hjá Liverpool blandast stórkostlegur fótbolti og stórfurðulegur varnarleikur fullkomlega saman í eitthvað sturlað kaós sem minnir mann á góða Transformers mynd. Ok, góð Transformers mynd er eiginlega ekki til en þið skiljið samt hvað ég meina.  

Leikur liðsins gegn Englandsmeisturunum í Leicester um síðustu helgi undirstrikaði þessa stórkostlegu blöndu fullkomlega. Leicester hafði ekkert gert og staðan 2-0 fyrir Liverpool sem var á blússandi siglingu, en rétt fyrir hálfleik tók Lucas sig til og bókstaflega gaf Jamie Vardy og félögum mark. 

Liverpool hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik fram á við og sigraði leikinn á endanum 4-1 en slysið sem er varnarleikur liðsins er aldrei langt undan. Þetta er liðið sem pakkaði Arsenal saman í fyrstu umferð en missti þó þriggja marka forystu niður í einungis eitt mark og fylgdi svo 4-3 sigrinum eftir með 2-0 tapi gegn Burnley, af öllum liðum.

Maður veit aldrei hvað maður fær frá Liverpool sem gerir áhorfið þeim mun skemmtilegra. Það getur allt gerst gegn Chelsea. Liverpool getur valtað yfir þá bláu og líka gjörsamlega skít tapað. Það er ómögulegt að segja til um það!

Það er enginn millivegur.

Arsenal
Þetta hefur verið skrýtin vika í herbúðum Arsenal. Sigur gegn Southampton og jafntefli gegn PSG í Frakklandi er alls ekki slæm uppskera en samt var frammistaða liðsins í báðum leikjum áhyggjuefni. Vítaspyrna á lokamínútum leiksins gegn Southampton og frammistaða Cavani í Frakklandi bjargaði liðinu frá því sem hefði verið vonbrigðarvika undir venjulegum kringumstæðum.

Einnig var undarlegt að gegn PSG kaus Wenger að láta Alexis Sanchez byrja frammi á kostnað Perez og Giroud sem eru báðir raunverulegir framherjar, eitthvað sem Sanchez er alls ekki.

Sigur er ekki það eina sem Arsenal þarf um helgina. Liðinu vantar alvöru frammistöðu - og kannski eitt stykki framherja inn á vellinum.

Bara pæling Wenger. Þú gerir svo bara það sem þú vilt.

Leicester City
Eftir fjóra leiki eru Englandsmeistararnir í Leicester u.þ.b. þar sem allir héldu að þeir myndu enda á síðasta tímabili. Liðið er í 16. sæti og hefur minnt óþægilega mikið á það sem okkur finnst að Leicester eigi að vera frekar en þetta ósigrandi skrímslisem liðið breyttist í á síðasta tímabili.

Claudio Ranieri og félagar gerðu frábærlega í sumar er þeir sannfærðu Mahrez og Vardy að vera áfram í herbúðum félagasins en því miður missti liðið Ngolo Kante á sama tíma.

Gæti það hugsast að Robert Huth og Wes Morgan hafi ekki skyndilega breyst í heimsklassa varnarmenn á síðasta tímabili, heldur hafi önnur öfl verið að verki? Og þegar ég tala um öfl er ég að sjálfsögðu að tala um Kante.

Hefði Leicester tapað 4-1 gegn Liverpool með Kante inn á? Ég get auðvitað ekki fullyrt neitt en ég leyfi mér þó að efast um að úrslitin hefðu orðið þau sömu með Kante inná.

Jose Mourinho
Það hlýtur að svíða ansi mikið að vera Jose Mourinho þessa daganna. Hann byrjaði vikuna á að tapa orustunni um Manchester gegn Pep Guardiola og fylgdi því svo eftir með tapi gegn Feyenoord.

Mourinho getur reynt að halda því fram eins lengi og hann vill að honum sé skítsama um Evrópudeildina, en liðsvalið hans sagði aðra sögu. Hann gerði vissulega átta breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði gegn Manchester City en það voru engir aukvissar sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu og margir ansi góðir komu inn.

Paul Pogba fékk frjálsar hendur á miðjunni og við skulum vera alveg hreinskilin: Hann var skelfilegur. Ég er alls ekki að afskrifa Pogba en við erum að tala um dýrasta leikmann heims og hann gerði nákvæmlega ekkert, gegn liðinu sem endaði í þriðja sæti hollensku deildarinnar á síðasta tímabili. Í sömu vikunni vann Manchester City þýska liðið Borussia Mönchengladbach, 4-0.

Það hlýtur að svíða fyrir Móra. Sigur á Watford um helgina er algjör skylda.

Romelu Lukaku
Þessi maður verður eitthvað. Magnaður!



Harry Kane
Við þurfum að tala aðeins um Harry Kane. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér í ansi marga mánuði. Ég hlæ enn upphátt þegar ég hugsa um aukaspyrnurnar hans gegn Strákunum okkar í sumar í Nice og hann hefur fylgt því eftir með nokkrum álíka ómerkilegum og lélegum frammistöðum.

Kane hefur á tímabilinu, eftir 335 spilaðar mínútur, einungis komið tíu sinnum við boltann inni í teig andstæðingsins. Til samanburðar er Raheem Sterling efstur í deildinni með 39 snertingar, Llorente er með 36, Diego Costa 34, Zlatan Ibrahimovic 31 og Lukaku, sem hefur spilað 231 mínútur, eða 104 mínútum minna en Kane, er með þrisvar sinnum fleiri snertingar inn í vítateig.

Kannski er Kaneað falla of djúpt niður á völlinn en það er nokkuð ljóst að hann skorar ekki mörg mörk í vetur ef hann kemur sér aldrei inn í vítateiginn.

Hann skoraði gegn arfaslöku Stoke liði um síðustu helgi. Það væri gulls ígildi fyrir sjálfstraustið ef hann gæti gert slíkt hið sama um helgina gegn álíka slöku Sunderland liði. 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner