Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
KDA KDA
 
mið 11.nóv 2015 22:40 Magnús Már Einarsson
Gefið frí! Sunnudaginn 6.september síðastliðinn skráði íslenska karlalandsliðið sig í sögubækurnar með því að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta skipti. Það að tryggja sig af öryggi inn á EM skrifast sem stærsta afrekið í íslenskri íþróttasögu að mínu mati. Allar þjóðir Evrópu taka þátt í undankeppninni og hjá þeim langflestum er iðkendafjöldinn margfaldur á við Ísland. Afrekið er því magnað. Stemningin í kringum íslenska landsliðið hefur verið stigvaxandi undanfarin ár og mun ná hápunkti í Frakklandi í júní á næsta ári þegar lokakeppnin sjálf fer fram. Mörg þúsund Íslendingar ætla þá til Frakklands að sjá strákana okkar keppa við bestu lið álfunnar á stóra sviðinu. Fólk úr öllum áttum í íslenska fótboltasamfélaginu mun skella sér til Frakklands til að fylgjast með þessum sögulega viðburði. Dómarar, leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, vallarstjórar, sjúkraþjálfarar, starfsfólk, boltasækjarar...og svo mætti lengi telja. Þetta mun að sjálfsögðu hafa áhrif á Íslandsmótið en KSÍ hefur þrátt fyrir allt ekki ennþá gefið neitt út um hvernig fyrirkomulaginu verður háttað á Íslandi næsta sumar. Meira »
mán 02.nóv 2015 10:15 Björn Már Ólafsson
Suðræn sveifla á Ítalíu Í mörg ár hafa liðin á Norður-Ítalíu einokað Ítalíumeistaratitilinn, lo Scudetto. Margs kyns ástæður kunna að liggja að baki þeirri staðreynd en sennilega er sú fyrirferðamesta að Norður-Ítalía er efnahagsmiðstöð landsins þar sem meiri stöðugleiki ríkir heldur en í suðrænni héröðum. Svo mikill munur er á efnahagslegum styrk norðurs og suðurs í landinu að sérstakur stjórnmálaflokkur hefur sprottið upp með það að markmiði að aðskilja þessa tvo landshluta, flokkurinn Lega Nord. Meira »
fös 16.okt 2015 18:15 Hallur Kristján Ásgeirsson
Fótboltinn bjargaði lífi mínu Afhverju er ég kallaður félagsskiptakóngur? Jú það er af því að ég er það! En ég er ekki bara maður sem hefur skipt oft um félag og spilað með allsskonar liðum og allskonar mönnum, bæði mjög góðum liðum og slakari liðum, sem og frábærum fótboltamönnum og slakari. Meira »
þri 29.sep 2015 16:30 Venni Páer
Chelsea Það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta lið yrði í basli framan af vetri en nái síðan að rétta aðeins úr kútnum þegar líður á næsta sumar. Liðinu hefur reyndar gengið betur en ég átti von á og á hrós skilið fyrir að hafa náð að halda WBA, Bournemouth og Stoke fyrir neðan sig fram að þessu. Ég geri mér grein fyrir að einhverjir eru mér hugsanlega ósammála en munurinn liggur í því að ég hef rétt fyrir mér. Meira »
mið 23.sep 2015 18:00 Magnús Þór Jónsson
Uppgjör 1. deildar 2015 Viðburðaríku sumri er lokið í 1.deildinni og því ekki úr vegi að rúlla aðeins yfir lokastöðuna og hvernig sumarið varð hjá liðunum tólf sem í henni tóku þátt.
Fótbolti.net hefur áður farið yfir hvernig spáin um deildina í þessari frétt hérna en mig langar aðeins að skutla minni sýn á þessa deild eftir að hafa náð að horfa á býsna marga leiki þar í sumar. Meira »
mán 14.sep 2015 16:36 Aðsendir pistlar
Af svindlurum og sérfræðingum Í gær sunnudag fór fram leikur FH og ÍBV í Kaplakrika. Sá sem hér skrifar mætti að sjálfsögðu á leikinn ásamt dóttur sinni sem er á sjöunda ári. Í leiknum gerðist umdeilt atvik þegar leikmenn ÍBV töldu að Kassim Doumbia, leikmaður FH, hafði handleikið boltann á marklínu. Dómari leiksins sá hins vegar ekkert athugavert og dæmdi ekkert. FH vann að lokum leikinn 3-1. Meira »
fim 10.sep 2015 17:00 Aðsendir pistlar
Er ekki kominn tími á breytingar? Nú þegar knattspyrnuvertíð kvenna er að ljúka þar sem mörg afrek hafa verið unnin og önnur markmið ekki náðst þá er einungis eitt sem liggur á vörum þeirra sem starfa við meistaraflokk í kvennaknattspyrnu. Það er hvernig mótið á að vera byggt upp og nú hefur hver þjálfarinn á eftir öðrum komið og tjáð sína skoðun á þessu fyrirkomulagi. Það er klárt mál að breyta þarf fyrirkomulaginu en hvernig á að gera það og í hverra höndum á það að vera? Ég vil því hvetja KSÍ og félög í íslenskri kvennaknattspyrnu til að setjast niður og finna farsæla lausn á málinu. Meira »
fim 10.sep 2015 11:47 Páll Magnússon
Var það kannski ég sem fann Lars Lagerbäck? Þegar ég var í námi í Lundi í Svíþjóð fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna þá hitti ég hálfþrítugan mann á förnum vegi sem spurði mikið um Ísland. Ég svaraði greiðlega og lauk samtalinu með því að hvetja manninn til að heimsækja landið. Meira »
þri 08.sep 2015 13:41 Venni Páer
Aston Villa/Birmingham Hversvegna það er ekki búið að sameina þessi tvö lið frá Birmingham í eitt alvöru lið skil ég ekki. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til að sjá ávinningin af þvílíku. Meira »
fös 04.sep 2015 20:00 Venni Páer
Færri orð, minni ábyrgð Hér heldur áfram hárnákvæm og fordómalaus upptalning mín á áhugaverðum hlutum um liðin í ensku Úrvalsdeildinni. Meira »
fös 04.sep 2015 15:20 Alexander Freyr Tamimi
Ekkert kjaftæði - Leyfið okkur að fagna Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum að fara að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2016 í Frakklandi á sunnudaginn. Kasakstan mætir í heimsókn á Laugardalsvöll og ef allt gengur eðlilega fyrir sig á Ísland að taka stigin þrjú, eða að minnsta kosti þetta eina stig sem þarf til að komast áfram. Meira »
þri 01.sep 2015 13:30 Aðsendir pistlar
Að vera Tólfa á útileikjum Að vera alvöru Tólfa þýðir ekki endilega að maður verði að mæta á alla útileiki. Tólfan virðir það að allir hafa ekki efni á eða möguleika á að komast á útileiki. Mér finnst alveg frábært hvað það eru margir sem að eru að fara til Hollands og sjá sögulegan viðburð. Hvernig sem leikurinn fer er nú þegar búið að skrifa þennan leik í sögubækurnar, aldrei hafa fleiri Íslendingar farið á útileik með íslenska landsliðinu. Meira »
mán 31.ágú 2015 14:00 Venni Páer
Til fótboltaáhugamanna Nú er nokkuð langt um liðið síðan ég skrifaði seinasta pistil á þessari síðu eins og öllum er ljóst. Gæði síðunnar hafa augljóslega beðið talsverðan skaða og sé ég mig því tilneyddan gegn umtalsverðri þóknun að taka upp þráðinn að nýju. Í stað þess að einblína bara á nokkur lið í deildinni ætla ég að skrifa um sum þeirra. Meira »
sun 30.ágú 2015 09:00 Guðni Rúnar Gíslason
Flautað til leiks Fyrir fáeinum dögum opnuðum við fótboltaleikinn Kickoff CM eins og margir lesendur Fótbolta.net þekkja. Meira »
mán 24.ágú 2015 16:15 Aðsendir pistlar
Drullaðu þér í burtu! Við Framarar getum varla verið stoltir af því að fyrirsögnin á þessum pistli er vísun í ummæli þjálfara FRAM og í kjölfarið frétt um þann atburð sem er ein vinsælasta frétt vikunnar. BRAVÓ, tengist þetta eitthvað „ uppbyggingarstarfinu fræga „ ég bara spyr? Meira »
fim 20.ágú 2015 10:15 Aðsendir pistlar
Hæ þú! - Vertu með í fjörinu Ertu Íslendingur? Eða styður þú íslensku landsliðin? Ertu Tólfa?, þristur, nía eða heitir þú kannski bara Guðný? Meira »
þri 18.ágú 2015 16:30 Aðsendir pistlar
Hugleiðingar um stefnu KSÍ varðandi kvenna knattspyrnu Þegar ég sit við tölvuna núna 18.ágúst, fimm dögum eftir að tímabilinu hjá mínu liði lauk, var þjálfari mfl kvenna hjá Haukum. Get ég ekki annað en hugsað af hverju í ósköpunum er tímabilinu lokið fyrir miðjan ágúst? Stelpurnar æfðu frá október til þess að fá að spila nákvæmlega 10 leiki í deild, sem er náttúrulega bara fáránlegt. Meira »
mán 10.ágú 2015 15:45 Magnús Már Einarsson
Hver græðir á þessu? Síðastliðinn laugardag sigraði Grindavík lið Hvíta Riddarans 21-0 í 1. deild kvenna. Leikurinn var ójafn frá fyrstu mínútu en staðan var 12-0 í hálfleik. Ég leyfi mér að efast um að leikmenn liðanna hafi haft mjög gaman af þessari ójöfnu viðureign. Hver græðir á svona leik?

Metnaður félaganna eru einnig gífurlega ólíkur. Grindavík hefur ekki tapað leik í sumar og stefnir á að komast á ný upp í Pepsi-deild kvenna eftir nokkurra ára dvöl í 1. deild. Liðið er með þrjá erlenda leikmenn og marga leikmenn sem hafa reynslu af því að spila í Pepsi-deildinni. Á hinn bóginn er Hvíti Riddarinn að tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti og langflestir leikmenn liðsins eru að byrja aftur í fótbolta eftir mjög langt hlé. Meira »
mið 05.ágú 2015 17:15 Aðsendir pistlar
Sálfræði: Einkenni og úrræði sem mikilvægt er að þekkja Undanfarin misseri hafa hugrakkir íþróttamenn opinberað sig og greint frá eigin reynslu af meðal annars kvíða og þunglyndi. Það er ekki auðvelt skref að stíga fram og opna sig um líðan sem þeir hafa lengi falið en jafnframt koma þeir af stað umræðu og hjálpa þar af leiðandi öðrum í svipuðum sporum. Í framhaldinu vaknar íþróttahreyfingin vonandi með því að auka fræðslu og aðkomu sérfræðinga fyrir íþróttafólk, þjálfara og aðstandendur því sálræn vanlíðan og óþægindi í íþróttum eru nokkuð algeng. Meira »
mið 05.ágú 2015 15:41 Aðsendir pistlar
Að hlutgera markmiðið var stórslys Þá er það ljóst að KA er nánast örugglega að fara að spila aftur í 1. deildinni næsta sumar, árið 2016. Risastór ástæða fyrir þeim vonbrigðum og jafnvel stærri en menn gera sér grein fyrir var skelfilegt myllumerki framkvæmdastjóra KA #pepsi16. Um miðjan febrúar þegar ljóst var að KA myndi fá Elfar Árna Aðalsteinsson til liðs við sig skrifaði hann "Mjög sáttur það er staðfest #pepsi16." Meira »