mán 23. nóvember 2009 10:59
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Rafa Benitez ver svæðisvörnina í föstum leikatriðum
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að svæðisvörnin sem liðið notar í föstum leikatriðum eigi að virka vel ef að leikmenn verjast rétt.

Liverpool hefur fengið gagnrýni fyrir að nota svæðisvörn en Emmanuel Adebayor skoraði eftir hornspyrnu í 2-2 jafntefli gegn Manchester City um helgina.

Liverpool hefur núna fengið fleiri mörk á sig eftir föst leikatriði en nokkuð annað lið í ensku úrvalsdeildinni en Benitez hefur ekki hug á að skipta svæðisvörninni út.

,,Þegar þú ert að nota svæðisvörn þá verður þú að ráðast á boltann og ef það er leikmaður nálægt þér þá verður þú að fara í návígi," sagði Benitez.

,,Þegar þú hefur leikmann eins og Adebayor sem er góður í loftinu þá er hætta á að þú fáir mark á þig. 35% af mörkum á Englandi koma úr föstum leikatriðum. Það er á hreinu að þú verður að ráðast á svæðið eða leikmanninn, það þýðir ekki að standa eins og staur."

,,Stærstur hluti leikmanna hefur trú a þessu en þetta hefur gengið illa á þessu ári þó að það sé lítið búið á tímabilinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner