Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 11. ágúst 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 18. sæti: West Brom
Lokastaða síðast: 17. sæti
Enski upphitun
Markvörðurinn trausti Ben Foster.
Markvörðurinn trausti Ben Foster.
Mynd: Getty Images
Stjórinn: Alan Irvine.
Stjórinn: Alan Irvine.
Mynd: Getty Images
Youssof Mulumbu er vanmetinn leikmaður.
Youssof Mulumbu er vanmetinn leikmaður.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. West Bromwich Albion var nálægt því að fara niður síðast og fellur að þessu sinni ef spáin rætist.

Um liðið: Enn og aftur eru miklar breytingar hjá West Brom. Nýr knattspyrnustjóri, sá áttundi á rúmlega fimm árum, fékk að búa til sitt eigið lið. Margir reynslumiklir leikmenn eru horfnir á braut. Í staðinn hefur liðið fengið öfluga leikmenn eins og Joleon Lescott sem virðist ætla að reynast hörkugóð kaup.

Stjórinn: Alan Irvine
Fyrrum aðstoðarmaður David Moyes hjá Everton var yfir akademíu Everton síðan 2011 þar sem hann vann með Ross Barkley og fleirum. Irvine kom til greina í stjórastöðuna hjá West Brom fyrir fimm árum þegar Roberto Di Matteo. Irvine vill spila fallegan fótbolta en segist þó vera raunsær og veit að þetta snýst um stigasöfnun.

Styrkleikar: Sterk hryggjarsúla í liðinu og traustur markvörður í rammanum. Miðverðirnir gera fá mistök og Claudio Yacob og Youssof Mulumbu eru vanmetnir miðjumenn. Öflugir stuðningsmenn og nóg af leiðtogum.

Veikleikar: Vantar sköpunarmátt fram á við og markaskorara. Alls fjórir bakverðir yfirgáfu félagið í sumar og nýir menn fá stuttan tíma til að sanna sig. Fimm mörk dugðu til að verða markakóngur West Brom í fyrra. Þann þátt þarf að bæta.

Talan: 31
Fjöldi leikja þar sem West Brom mistókst að halda hreinu á síðasta tímabili.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Þar sem liðinu vantar afgerandi markaskorara þarf markaskorun að dreifast líkt og á því síðasta þar sem 17 menn komust á blað.

Verður að gera betur: Félagið gerði áhættusöm leikmannakaup á síðustu stundu á síðustu leiktíð. Menn sem skiluðu ekki því sem þeir áttu að gera. Sem dæmi er hinn meiðslahrjáði Victor Anichebe.

Lykilmaður: Ben Foster
Traustur markvörður sem þarf að eiga tímabil eins og hann átti hjá Watford 2006-07 þar sem hann hélt liðinu á floti. Var í landsliðshópi Englands á HM og getur átt magnaðar markvörslur.

Komnir:
Chris Baird frá Burnley
Jason Davidson frá Heracles Almelo
Cristian Gamboa frá Rosenborg
Craig Gardner frá Sunderland
Brown Ideye frá Dynamo Kiev
Joleon Lescott frá Manchester City
Sebastien Pocognoli frá Hannover 96
Andre Wisdom frá Liverpool á láni

Farnir:
Billy Jones til Sunderland
Steven Reid til Burnley
Liam Ridgewell til Portland Timbers
Markus Rosenberg til Malmö FF

Þrír fyrstu leikir: Sunderland (h), Southampton (ú) og Swansea (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner