Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 15. mars 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Håvard Nordtveit fer til Englands í sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norski miðjumaðurinn Havard Nordtveit, sem leikur fyrir Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, er búinn að staðfesta að hann er á leið í enska boltann næsta sumar.

Samningur Nordtveit við Gladbach rennur út í sumar en hann hefur verið hjá félaginu frá árinu 2011, eftir þrjú ár hjá Arsenal þar sem hann var stöðugt lánaður út.

Nordtveit hefur verið að gera góða hluti í þýska boltanum og er búinn að spila 143 deildarleiki fyrir Gladbach og 24 landsleiki fyrir Noreg, þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára.

„Ég ætla að leyfa mínu nýja félagi að tilkynna komu mína þegar það telur stundina vera rétta," sagði Nordtveit.

„Ég get sagt það að ég mun spila á Englandi á næsta tímabili. Ég kom til Arsenal þegar ég var 17 en hef ekki enn fengið að spreyta mig í ensku úrvalsdeildinni.

„Þegar maður kemur frá Noregi þá er það draumur að spila í ensku úrvalsdeildinni."


Nordtveit, sem er varnarsinnaður miðjumaður, hefur verið orðaður við West Ham, Liverpool og Arsenal undanfarna daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner