Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 30. júní 2016 23:16
Arnar Daði Arnarsson
Óli Jó: Fyrstu tíu í seinni voru okkur þungar, erfiðar og dýrar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals þurfti að sætta sig við 4-1 tap á heimavelli gegn Bröndby í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik fór allt á versta veg í byrjun seinni hálfleiks og Bröndby menn nýttu sér það.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 Bröndby

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga ágætlega í tré við þá. Við fengum fín færi meiri segja. En fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru okkur þungar og erfiðar og dýrar."

„Auðvitað er hundfúlt að tapa svona stórt. En á móti erum við að spila við hörkulið. Auðvitað gat þetta gerst. Þetta er kannski mundurinn á áhugamennsku og atvinnumennsku."

Í stöðunni 1-0 fengu Valsmenn algjört dauðafæri og ótrúlegt að hvorki Nikolaj Hansen né Kristinn Ingi hafi náð að jafna metin.

„Við fáum mjög gott færi þá og nánast ótrúlegt að það hafi ekki orðið að marki. En heilt yfir fannst mér við vera allt í lagi ef við gætum tekið þessar tíu mínútur og selt einhverjum þær þá væri þetta fínn leikur," sagði Óli Jó.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner