Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
banner
   mið 09. nóvember 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon
Parma
Ari um ítalska aðdáendur sína: Gríðarlega áhugasamir
Icelandair
Ari á fullri ferð í landsleik.
Ari á fullri ferð í landsleik.
Mynd: Guðmundur Karl
Landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fékk góðan stuðning úr stúkunni á æfingu Íslands í Parma á mánudaginn en þangað voru mættir aðilar úr ítölskum aðdáendahópi hans.

Eins og Fótbolti.net hefur fjallað talsvert um er Ari gríðarlega vinsæll í bæ sem er í Bologna á Ítalíu og var þar haldin sérstök Skúlason hátíð í byrjun september eins og lesa má um hér.

„Það er gaman að þessu, þetta er klukkutíma keyrsla fyrir þá. Þeir sögðust ætla að vera 3-4 en enduðu aðeins fleiri," segir Ari.

„Þeir reyndu fyrst að hafa samband við mig og höfðu svo samband við Óskar (fjölmiðlafulltrúa) til að fá upplýsingar um hvernig þeir ættu að gera þetta og hvar við vorum að æfa. Þeir sýna þessu gríðarlegan áhuga."

Ari hefur verið að glíma við meiðsli á rist en segir að staðan sé þokkaleg í dag.

„Ég fékk högg á ristina fyrir einhverjum þremur leikjum síðan og svo hef ég fengið högg á sama stað í öllum leikjunum eftir það. Ristin hefur verið bólgin en ég hef getað spilað. Maður er bara í aðhlynningu og hugsa vel um mig, þá ætti maður að vera klár," segir Ari sem telur að það séu ákaflega litlar líkur á því að hann missi af leiknum gegn Króatíu á laugardag.

„Það þyrfti eitthvað mjög leiðinlegt að gerast til að ég myndi missa af honum."

Ari segir að ef Ísland spili eins og liðið er vant gegn Króatíu ætti liðið að eiga fínan möguleika á að taka öll stigin. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner