Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 04. september 2016 11:54
Elvar Geir Magnússon
Kænugarði
Myndband: Stappað á Skúlason hátíðinni á Ítalíu
Icelandair
Svakaleg stemning!
Svakaleg stemning!
Mynd: Facebook
Víkingahjálmar, Víkingaklöpp og bolir og treyjur merktar Ara Frey Skúlasyni og númeri hans, 23, voru áberandi í bænum Pieve di Cento í Bologna í gær.

Þá fór fram sérstök hátíð tileinkuð íslenska landsliðsmanninum en bæjarstjórinn í þessum 7 þúsund manna bæ hefur lýst því yfir að hann vilji gera Ara að heiðursborgara.

Gríðarlega góð mæting var á hátíðarhöldin en talið er að hátt í 2 þúsund manns hafi látið sjá sig. Hér má sjá myndir frá hátíðinni en fjölmargir voru með sérstaka Ara-grímur.

Vinsældir Ara byrjuðu að skapast í bænum fyrir um tveimur árum en allt sprakk út í sumar vegna Evrópumótsins. Við fjölluðum um málið og ræddum við Ara í frétt sem birtist á föstudag.

Hér að neðan má sjá myndband frá hátíðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner