Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 12. janúar 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Elton John: Taylor var mér eins og bróðir
Graham Taylor og Elton John skála árið 1984.
Graham Taylor og Elton John skála árið 1984.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn heimsþekkti Sir Elton John hefur tjáð sig um andlát Graham Taylor. Hinn 72 ára gamli Taylor lét lífið í morgun eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Elton John var eigandi Watford í áraraðir og hann ákvað að ráða Taylor sem knattspyrnustjóra árið 1977. Á fimm árum fór Taylor með Watford úr fjórðu efstu deild upp í annað sætið í efstu deild, auk þess sem hann kom liðinu í bikarúrslit.

„Ég er mjög leiður og í áfalli yfir því að heyra af andláti Graham. Hann var mér eins og bróðir," sagði Elton John á Instagram í dag.

„Hann tók mitt elskulega félag Watford úr neðri deildum yfir í Evrópukeppni. Við urðum eitt öflugasta félag Englands þökk sé visku hans."

„Við munum heiðra Graham og drekkja sorgum okkar með frábærum minningum sem hann gaf okkur."

„Ég elska þig Graham. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið."

Athugasemdir
banner
banner