Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 18. september 2017 10:19
Magnús Már Einarsson
Rooney missir bílprófið í tvö ár
Wayne Rooney mætir í réttarhöldin í morgun.
Wayne Rooney mætir í réttarhöldin í morgun.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, framherji Everton, mætti í dag fyrir rétt eftir að hann var gripinn ölvaður undir stýri í byrjun mánaðarins. Rooney viðurkenndi brot sitt en hann missir bílprófið í tvö ár og þarf að auki að sinna samfélagsþjónustu í 100 klukkutíma.

Hinn 31 árs gamli Rooney þarf einnig að greiða 170 punda sekt (25 þúsund krónur).

„Eftir réttarhöldin í dag vil ég opinberlega biðjast afsökunar á ófyrirgefanlegu dómgreindarleysi mínu með því að keyra þegar ég var yfir leyfilegum mörkum. Það var algjörlega rangt," sagði Rooney í yfirlýsingu eftir dóminn í dag.

„Ég er búinn að biðja fjölskyldu mína, stjórann, formanninn og alla hjá Everton FC afsökunar. Núna vil ég biðja stuðningsmenn afsökunar sem og alla sem hafa sýnt mér stuðning á ferlinum."

„Auðvitað tek ég refsingunni og ég vonast til að geta bætt upp fyrir þetta að einhverju leyti með því að sinna samfélagsþjónustu."

Athugasemdir
banner
banner
banner