mið 18. júlí 2018 20:57
Hafliði Breiðfjörð
Helsti sparkspekingur Noregs: Eins og dómarinn hafi fengið peninga
Rosenborg fagnar sigrinum í kvöld.
Rosenborg fagnar sigrinum í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Dómarateymið búlgarska í kvöld.
Dómarateymið búlgarska í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Jesper Mathisen hjá TV2 er harðorður í garð dómara leiks Rosenborg og Vals í Meistaradeildinni í kvöld og segir engu líkara en að búlgarski dómarinn Stefan Apostolov hafi fengið peninga til að tryggja ákveðin úrslit í leiknum.

Búlgarinn dæmdi þrjár glórulausar vítaspyrnur í leiknum, tvær á Val og eina á Rosenborg og tryggði norska liðið þannig áfram í keppninni.

„Þvílíkur sirkus þessi dómgæsla. Þetta er eins og grínþáttur," skrifar Mathiesen á Twitter í kvöld.

„Að horfa upp á þessa vítaspyrnudóma í Lerkendal í kvöld! Þetta er líklega það versta sem ég hef séð í dómgæslu, í leikjum sem ekki er búið að ákveða úrslitin í fyrirfram. Farsi í fótboltaleik og með heppni fer RBK áfram."

„Ef það hefði ekki verið norskt lið í þessum leik þá værum við að tala um hagræðingu úrslita núna. Í þessum leik leit einfaldlega út fyrir að dómararnir hafin fengið peninga fyrir að koma leiknum í fleiri en 3,5 mörk. Skelfileg dómgæsla."






Athugasemdir
banner
banner
banner