Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 24. júlí 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 13. umferðar: Þrír fulltrúar KR
Óskar Örn fær tvöfalt knús. Hann er í úrvalsliðinu eftir sigur KR gegn Stjörnunni.
Óskar Örn fær tvöfalt knús. Hann er í úrvalsliðinu eftir sigur KR gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Andri Adolphsson í leiknum gegn Víkingi.
Andri Adolphsson í leiknum gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær þegar Grindavík vann sannfærandi sigur gegn Keflavík í grannaslag.

Tveir varnarmenn Grindavíkur eru í úrvalsliði umferðarinnar; finnsk bakvörðurinn Elias Alexander Tamburini sem kom í glugganum leit virkilega vel út og hinn 17 ára Sigurjón Rúnarsson spilaði mjög góðan leik.



KR-ingar unnu 1-0 sigur gegn Stjörnunni á KR-vellinum þar sem Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmarkið, hans fyrsta deildarmark á tímabilinu. Óskar er í úrvalsliði umferðarinnar en þar er einnig Gunnar Þór Gunnarsson varnarmaður. Annar sigur KR-inga í röð og þjálfarinn Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar, vel við hæfi þar sem einu tveir tapleikir Stjörnunnar í deildinni hafa komið gegn KR.

Breiðablik vann 4-1 sigur í stórleik gegn FH. Gísli Eyjólfsson skoraði eitt mark og kom að öðrum tveimur. Hann var valinn maður leiksins. Þá átti markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson frábæra frammistöðu í markinu.

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði þrennu og er auðveldlega í úrvalsliðinu eftir 5-1 sigur gegn Fylki. Þá átti Steinþór Freyr Þorsteinsson virkilega góðan leik.

Birnir Snær Ingason var maður leiksins þegar Fjölnir gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV en hann skoraði mark Grafarvogsliðsins. Þá eru Haukur Páll Sigurðsson og Andri Adolphsson í liðinu eftir 4-1 sigur gegn Víkingi Reykjavík en sá síðarnefndi skoraði tvö mörk.

Sjá einnig:
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner