Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 09. ágúst 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Puel: Ánægður með að halda Maguire
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, er ánægður með að hafa náð að halda Harry Maguire hjá félaginu. Maguire hefur verið orðaður við Manchester United en Leicester hefur engan áhuga á að selja hann.

„Ég get staðfest að hann er að fara til Manchester en einungis í tvo klukkutíma fyrir leikinn á föstudagskvöld," sagði Puel léttur á fréttamannafundi í dag en Leicester heimsækir Manchester United annað kvöld í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er ánægður með að halda Harry og öllum okkar bestu leikmönnum. Ég vil halda okkar bestu leikmönnum til að við náum að standa okkur vel á þessu tímabili."

„Við misstum Riyad (Mahrez) sem var mikilvægur leikmaður fyrir okkur en það er mikilvægt að halda okkar bestu leikmönnum og bæta vel við hópinn."

„Harry kom brosandi til baka (eftir HM). Ég er ánægður með hugarfarið hans og andann hjá honum. Það var mikilvægt að halda honum hja okkur og halda áfram eftir síðasta tímabil. Ég er ánægður með að halda honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner