Umræða um æfingahóp, byrjunarliðið og spennandi leikmenn
Fyrr í haust fór í loftið nýr hlaðvarpsþáttur þar sem fjallað verður knattspyrnu kvenna. Þátturinn er nú kominn með nafn og heitir „Heimavöllurinn“. í nýjum þætti fer Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnandinn, yfir leikmenn landsliðsins með gestum sínum, þeim Anítu Lísu Svansdóttur þjálfara ÍA og Lilju Dögg Valþórsdóttur leikmanni KR.
Í þættinum ræða þær meðal annars fyrsta æfingahóp Jón Þórs en æfingar fóru fram í byrjun nóvember. Þær fara einnig yfir bestu leikmenn landsliðsins og spennandi leikmenn sem eru að banka á dyrnar sem og fleiri mikilvæg málefni.
Þá má benda á að hægt er að fylgja þættinum á Instagram undir nafninu „Heimavöllurinn“. Þar má meðal annars álgast nýjustu fréttir af leikmönnum ásamt því að Heimavöllurinn velur leikmann vikunnar og fær til sín gesti í hraðaspurningar.
Í þættinum ræða þær meðal annars fyrsta æfingahóp Jón Þórs en æfingar fóru fram í byrjun nóvember. Þær fara einnig yfir bestu leikmenn landsliðsins og spennandi leikmenn sem eru að banka á dyrnar sem og fleiri mikilvæg málefni.
Þá má benda á að hægt er að fylgja þættinum á Instagram undir nafninu „Heimavöllurinn“. Þar má meðal annars álgast nýjustu fréttir af leikmönnum ásamt því að Heimavöllurinn velur leikmann vikunnar og fær til sín gesti í hraðaspurningar.
Athugasemdir