Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
banner
   fös 04. janúar 2019 17:45
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór: Ég gæti komið til greina sem yfirmaður knattspyrnumála
Arnar Þór mætir til fréttamannafundar í höfuðsstöðum KSÍ í dag.
Arnar Þór mætir til fréttamannafundar í höfuðsstöðum KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundinum.
Frá fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari Lokeren í Belgíu tók í dag við þjálfun U21 árs landsliðs Íslands en hann er núna að ljúka við næstu vikur með Lokeren á mikilvægum tíma á tímabilinu.

„Það verður auðveldara fyrir mig að fylgjast með strákunum sem spila í Evrópu í dag, ég er miðsvæðis og það er auðvelt að ferðast um hvort sem það er til Hollands, Skandinavíu eða Englands. Eiður er svo mikið hér heima núorðið," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net í dag en honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen.

„Þar sem fyrsti leikur í undankeppninni verður ekki fyrr en í september fara næstu mánuðir í að setja upp gagnabanka. Við þekkjum marga af þessum leikmönnum en þar sem ég er að koma að utan inn í þetta vil ég gjarnan sjá sem flesta stráka. Ætlunin er að allir eigi möguleika til koma sér í liðið."

Arnar Þór sagði möguleika á að fá æfingaleiki í mars eða júní þar sem hann gæti byrjað að skoða leikenn.

„Það væri sérstaklega þá í júní þar sem við getum verið lengur saman, í 9-10 daga. Það væri mjög mikilvægt að fá æfingaleiki þá."

Arnar Þór sagði að hann hafi ekki verið á leiðinni heim en tók að sér að leikgreina landslið Belgíu fyrir leik við A-landsliðið og hafi í kjölfarið farið að ræða við Guðna Bergsson formann KSÍ.

„Við Guðni höfum verið í sambandi með starfið fyrir U21 árs landsliðið en líka það sem væri hægt að gera fyrir íslenska knattspyrnu almennt. Guðni hefur verið að tala um yfirmann knattspyrnumála og hvernig það starf gæti litið út," sagði Arnar en kemur hann til greina í það starf líka?

„Já, ég gæti komið til greina þar ef þess verður óskað. Ég hef mikinn áhuga á öllu slíku. Hjá Lokeren hef ég verið þjálfari varaliðsins og verið í að endurskipuleggja allt starf yngri flokka hjá félaginu. Það er rosalega margt sem er hægt að gera fyrir íslenska knattspyrnu og ég hef skoðað það undanfarna mánuði og hvernig það starf gæti litið út."

Nánar er rætt við Arnar Þór í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner