Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir þáttastýrur Heimavallarins taka stöðuna á boltanum ásamt Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur, þjálfara og fyrrum leikmanns, í nýjasta þætti Heimavallarins.
Á meðal efnis eru vetrarmótin og yfirburðir Vals og Breiðabliks, komandi landsliðsverkefni, efnilegir leikmenn, félagaskipti, varaliðspælingar og ýmislegt fleira.
Það er einnig hægt að hlusta á þáttinn í Podcast appinu undir Fótbolti.net.
Þá má benda á að hægt er að fylgja þættinum á Instagram undir nafninu „Heimavöllurinn“ en þar er knattspyrna kvenna í aðalhlutverki.
Athugasemdir